Fréttir og tilkynningar

Aðventutónleikar á Hellu 20. nóvember

Boðað er til árlegra aðventutónleika í Menningarsal Oddasóknar 20. nóvember kl. 20:00

293. fundur Byggðarráðs

293. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 20. nóvember 2025 og hefst kl. 08:15

Lokun bílastæða við náttúruvættið Skógafoss

Framkvæmdum við nýtt bílastæði sveitarfélagsins Rangárþings eystra á Skógum er nú lokið og gjaldtaka hafin. Ný salerni hafa jafnframt verið opnuð við nýju bílastæðin. Í samræmi við gildandi deiliskipulag sveitarfélagsins og stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið, skulu bílastæðin færð út fyrir hið friðlýsta svæði og náttúrulegt ástand þess endurheimt. Á grundvelli þessara áætlana verður lokað fyrir umferð ökutækja inn á friðlýsta svæðið á Skógum frá og með 1. janúar 2026.

Jafnrétti í Rangárþingi eystra

Vikuna 17. – 21. nóvember stendur yfir jafnréttisvika í Hvolsskóla. Ár hvert er haldin jafnréttisvika í skólanum þar sem nemendur taka þátt í viðburðum og fræðslu frá mismunandi samtökum um ýmislegt er viðkemur jafnrétti. Jafnréttiskennsla er í dag hluti af námsskrá fyrir mið- og elsta stig í grunnskólum og er virkilega vel staðið að þeirri kennslu í Hvolsskóla.

Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli hlaut Íslensku hljóðvistarverðlaunin 2025

Það var gleðilegur dagur fyrir sveitarfélagið okkar miðvikudaginn 12. nóvember þegar Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli hlaut Íslensku hljóðvistarverðlaunin 2025. Dómnefnd veitti leikskólanum viðurkenninguna fyrir framúrskarandi hljóðvist, en verðlaunin eru samstarfsverkefni Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) og ÍSHLJÓÐS.

Flóamarkaður á Hellu 22. Nóvember

Er geymslan orðin full? Fataskápurinn að springa? Börnin hætt að leika með dótið?
  • Velkomin heim

    Sjáðu viðtöl við íbúa sveitarfélagsins

Samstarfsaðilar