Fjallaskálar í Rangárþingi eystra

Rangárþing eystra á þrjá fjallaskála sem leigðir eru út til afnota fyrir ferðamenn á hálendinu. Skálarnir eru: Bólstaður við Einhyrning, Fell við Þórólfsfell og Emstruskáli inn á Emstrum við Markafljót (á Mosum). Skálarnir eru vinsælir viðkomustaðir yfir sumartímann meðal hestamanna og annarra ferðamanna um hálendið og því vissara að panta þá tímanlega.

Bólstaður

Skálinn er staðsettur við Einhyrning á Einhyrningsflötum, um 10-15 km innan við Fell.

Umsjón: Jens Jóhannsson. Hann tekur jafnframt við pöntunum í síma  487 8407 eða 894 1570.

Verð: 3.200 kr.- á mann

Emstruskáli 

Skálinn er staðsettur inn á Emstrum við Markafljót eða á svæði sem kallað er Mosar.

Skálinn tekur allt að 20 manns. Verð: 3.200.- kr á mann.
Emstruskáli er vinsæll viðkomustaður hestamanna. Hey þurfa menn að útvega sjálfir. Að því tilefni er nauðsynlegt að taka tillit til sauðfjárveikivarna. Heyið má útvega af svæðinu frá Ytri-Rangá í vestri að Markarfljóti í austri.

Tekið er við pöntunum á skrifstofu Rangárþings eystra í síma 488-4200.
Fell
Skálinn er staðsettur undir Þórólfsfelli innst í Fljótshlíðinni, um 25-30 km frá Hvolsvelli.
 
Í Felli er gisting fyrir allt að 24 manns. Sex tvíbreiðar kojur og aðstaða fyrir 12 á dýnum á svefnlofti.

Verð á mann er kr. 3.200.-
Umsjón: Kristinn Jónsson. Hann tekur jafnframt við pöntunum í síma 487 8319 eða 863 8319