HeilsudrykkirEinn matarmikill


1 pera
Væn lúka spínat eða lambhagasalat
2 tsk kakó (hreint, lífrænt)
½ dl hafrar
10-15 blöð af myntu
2 dl möndlumjólk
Vatn og klakar ef vill


Öllu blandað saman og hrært vel þar til mjúk og kekkjalaus áferð. 
Jarðarberjasæla


1 bolli jarðarber
l lúka grænkál
Safi úr einu lime
1 msk kókosolía
1 msk chia fræ
1 skeið hamp fræ
1 bolli  kókosvatn
 
Allt sett í blandara og blandað þar til mjúkt og kekkjalaust.
Munið að hita kókosolíuna undir vatnsbaði áður en sett útí

Fróðleiksmolar
 
Jarðarber innihalda C vítamín sem aðstoða líkamann við að frásoga og nýta kalkið og járnið sem grænkáið inniheldur.
Grænkál er gott fyrir hjartað og virkni þess vegna steinefnanna sem grænkálið inniheldur.
Góðgæti úr berjum

1 banani
1 lúka grænkál eða lambhagasalat
2 lúkur hindber
1 tsk. kókosolía
2 msk. hampfræ
Vatn 
Klakar ef vill


Allt sett í blandara og hrært þar til mjúkt og kekkjalaust
Þarna mega auðvitað vera hvaða ber sem er og sjálfsagt að nýta berjauppskeru haustsins og jafnvel blanda saman berjategundum. Berin mega vera frosin og þá er ekki þörf á klaka. 


Hamp fræin eru mjög prótein  og næringarrík.
Hamp fræ eru frábær uppspretta af amínósýrum. 
Bananar eru auðugir af kalíum
Bananar eru trefjaríkir og mjög góðir fyrir meltinguna
Hindber eru rík af C vítamíni og stútfull af andoxunarefnum.
Einn ferskur með myntu úr garðinum


1 epli
1-2 handfylli af lambhagasalati (má einnig nota spínat)
10-15 blöð fersk mynta
1 msk chia-fræ (sjá meðferð chia-fræja í uppskrift gærdagsins)
2 dl möndlumjólk
Klakar ef vill
Má sæta með smá hunangi eða stevíudropum ef vill.

Allt sett í blandara og blandað þar til mjúkt og kekkjalaust

Hægt er að kaupa möndlumjólk, en einnig er hægt að búa hana til með því að setja ½ dl af möndlum og 2 dl af vatni í blandara ásamt um 1 tsk. Hunang og hræra þar til orðið að samfelldum vökva. Þá er gott að sía mjólkina í gegnum fínt sigti. Bingó  2 dl. af möndlumjólk eru klárir. 


Fróðleikur:
Myntan er A og C vítamín rík, en A vítamín er okkur m.a. nauðsynlegt til að viðhalda raka í slímhúðum líkamans.
Myntan er mjög góð fyrir meltinguna, hefur róandi áhrif á meltingarveginn og minnkar líkur á magakrömpum.
Myntan hefur góð áhrif á starfsemi lifrarinnar.


Grænn Heilsudrykkur í heilsuviku 

2dl kókosvatn
l lúka spínat eða lambhagasalat
1 þroskuð pera
1 tsk. kókosolía
1 matskeið chia-fræ (bleytt í vatni, sjá neðan)
2 matskeiðar hamp-fræ
1/2 bolli frosið mangó
klakar ef vill
Allt sett í blandara og blandað þar til  mjúkt og kekkjalaust
Njótið og eigið góðan dag 

Gott er að setja chia-fræin í bleyti 1 á móti 4 af vatni og geyma í krukku í ískápnum. Þá eru þau tilbúin til notkunar hvenær sem er
Fróðleiksmolar um Chia fræChia fræ innihalda mikið magn af omega 3
Chia fræ innhalda 7 gr af trefjum í 2 msk skammti
Chia fræ eru rík af próteini, kalki og trefjum 
Chia fræ innihalda meira magn af andoxunarefnum en bláber
Chia fræin eru algjör súperfæða og gott að setja eins og 1-2 msk. í heilsudrykki eða grauta
Chia fræ eru hitaeiningarík og í 1 msk eru um 65 kaloríur