Laugardaginn 7. júlí 2012 
Kveikt verður í kolunum kl. 18:00
 

Hvolsvöllur.is er grillhátíð fyrir alla fjölskylduna og er haldin í samvinnu við Rangárþing eystra og framtaksama einstaklinga í sveitarfélaginu.

Það eina sem þið þurfið að gera er að koma með mat, drykki, meðlæti og góða skapið á grillið. - Nú er um að gera að grípa tækifærið og versla í heimabyggð.

Stjörnusnakk býður upp á snakk, Flúðasveppir bjóða upp á 2. fl. sveppi og hinir sívinsælu bolir verða á sínum stað í boði Orkunnar.

Kveikt verður á grillunum kl. 18:00. 

Elli spilar á nikkuna undir borðum. Krútteprengjurnar hennar mömmu og heimalingurinn spila ljúfa tóna. Svo verður 3ja manna Orkuband sem heldur uppi stemningu fram eftir kvöldi.

Takið daginn frá (og nóttina). Hittumst, grillum og skemmtum okkur saman.

Undirbúningsnefndin

Söngtextar