Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum/Tour de Hvolsvöllur

Laugardaginn 25. júní 2016

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum 2016

Úrslit í Tour de Hvolsvöllur 2016


Fylgist með viðburðinum á facebook eða sendu okkur póst á hjol@hvolsvollur.is ef þig vantar frekari upplýsingar.

 

Afhending gagna í TRI, Suðurlandsbraut 32, föstudaginn 24 júní kl. 14 - 17.


Að gefnu tilefni:


Þar sem um Íslandsmeistarmót er að ræða haldið undir merkjum HRÍ  sem er aðili að  ÍSÍ ber okkur að fara eftir reglum sem ÍSÍ hefur sett um slík mót:
 
Hlutgengi keppenda: Aðeins félagsbundnum íþróttamönnum og þá einungis frá félögum, sérráðum og héraðssamböndum sem standa í skilum með skýrslugerðir til ÍSÍ í samræmi við grein 8.1 laga ÍSÍ er heimil þátttaka í opinberum mótum innan vébanda ÍSÍ. Sé um erlenda íþróttamenn að ræða, þurfa þeir að hafa skriflegt leyfi síns sérsambands. Útlendingi er heimil þátttaka í Íslandsmeistaramóti í flokkaíþróttum en þátttökurétt í Íslandsmeistaramóti í einstaklingsíþrótt öðlast erlendur ríkisborgari ekki fyrr en eftir a.m.k. þriggja ára samfellda búsetu hérlendis. Viðkomandi einstaklingur verður að vera í félagi innan ÍSÍ.

Félag sem keppt er fyrir verður að vera aðili að Hjólreiðasambandi Íslands, ekki nóg að viðkomandi félag sé aðili að ÍSÍ í gegn um annað sérsamband.


Tvær vegalengdir
Reykjavík (Olís Norðlingaholti) 

110 km meistaraflokkur karla ræst kl. 7:00
110 km meistaraflokkur kvenna ræst kl. 7:10

Eyrarbakki (frá gatnamótum Álfstéttar og þjóðvegar 1)
61 km unglingaflokkur pilta ræst kl. 8:00
61 km unglingaflokkur stúlkna ræst kl. 8:10

Björgunarsveitin Dagrenning og Flugbjörgunarsveitin á Hellu munu fylgja hjólreiðafólki frá upphafi til enda. 

Tímataka og keppnisnúmer
Keppnisnúmer skal vera fest á sætispípu með 2 spennuböndum.

Tímataka er í höndum Tímataka.net. Flagan sem keppendur fá er fest á framgaffal með tveimur spennuböndum. Flagan er eign Tímataka.net og ber hver keppandi ábyrgð á því að skila sinni flögu til starfsmanns við endamarkið strax að lokinni keppni.

Tímatöku lýkur kl: 12:00
Upplýsingar um tíma verða í mótstjórn í félagsheimilinu Hvolnum.

Drykkjastöðvar 

Drykkjastöðvar verða á Selfossi (lokar kl. 10:00)og á Hellu (lokar 11:30).

Við endastöð
Skila þarf flögunni til starfsmanna Tour de Hvolsvöllur.

Frítt í sund fyrir keppendur í sundlauginni á Hvolsvelli.
Súpa og grillaðar pylsur í boði fyrir keppendur við endamarkið á Hvolsvelli.

Verðlaun
Verðlaunaafhending hefst kl: 12:30 á miðbæjartúninu á Hvolsvelli.

Á leiðinni Reykjavík – Hvolsvöllur verða veitt verðlaun í hverjum aldursflokki og síðan heildarverðlaun fyrir:
Meistaraflokkur karla 
Meistaraflokkur kvenna

Á leiðinni Eyrarbakki – Hvolsvöllur verða veitt verðlaun í hverjum aldursflokki og síðan heildarverðlaun fyrir:
Unglingaflokkur pilta
Unglingaflokkur stúlkna

Útdráttarverðlaun þar sem allir eiga jafna möguleika. 

Flutningur hjóla og manna eftir keppnina

Óski einhver eftir flutning fyrir sig og/eða hjól leggur flutningabíll af stað strax að verðlaunaafhendingu lýkur. Hann stoppar annars vegar við BYKO Selfossi og hinsvegar við Olís Norðlingaholti í Reykjavík. Hjólin verða eingöngu afhent gegn staðfestu eignarhaldi.  
Panta þarf flutning eigi síðar en föstudaginn 24. júní á netfangið hjol@hvolsvollur.is 
Kostnaður við flutninginn er 2.000 kr. 

Reglur
Keppnin er hluti af keppni á Íslandsmeistaramótinu í götuhjólreiðum
Allir keppendur verða að vera með tímatökuflögu.
Númer verða að vera fest framan á hjólin
Þríþrautahjól eru ekki leyfileg.
Letingjar, liggistýri, TT - bars  eða annar sambærilegur búnaður er bannaður í allri keppninni 
Hjálmaskylda er og eru keppendur á eigin ábyrgð í keppninni. 
Vegurinn er opinn almennri umferð, keppendur eru beðnir að hjóla eftir umferðareglum.

Ýmislegt
Hægt verður að flytja töskur með björgunarsveitarbíl frá rásmarki og á Hvolsvöll . 
 
Ef spurningar vakna þá endilega hafið samband á hjol@hvolsvollur.is