Á HJÓLI

Á Hvolsvelli nú hátíð stendur yfir
og hjólamenningin er það sem lifir.
Á hjóli skulum lífið okkur létta
og leiki stunda,bara ekki detta.
Kát og glaðleg útiveru iðka,
Já efla kraft og skrokkinn styrkja´og liðka.

Já! Dugleg verum öll að hjóla´og hjóla,
hratt og mjúkt á petölunum spóla.
Það hressir okkar hag
þannig háttalag
og einmitt þessa þörfnumst við í dag.


Að hjóla styrkir bæði brjóst og kálfa
og bak og kvið og rassvöðvana sjálfa.
Þá lærin verða öflugri en áður
og ei þú verður nokkrum manni háður.
Orkuna þú aldrei þarft að spara,
þú alltaf ræður hvert þú ert að fara.


Já! Dugleg verum.....


Á hjóli best þú nýtur náttúrunnar
þá nýjar myndir verða brátt þér kunnar
Þú finnur ilminn allra trjátegunda,
því taka skalt þú hjólreiðar að stunda.
Hreina útiloftið að þér teigar
og ekkert jafnar slíkar guðaveigar.


Já! Dugleg verum.....