10.08.2017

Íslenskar söngperlur í áranna rás

Íslenskar söngperlur í áranna rás

Þórhildur Örvarsdóttir söngkona

Helga Kvam píanóleikari

Á dagskrá tónleikanna eru íslenskar söngperlur. Lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Pál Ísólfsson, Sigfús Halldórsson, Eyþór Stefánsson, Árna Thorsteinsson, Jóhann Helgason, Gunnar Þórðarson, Valgeir Guðjónsson og fleiri. 
Tíma- og staðsetningu má sjá hér að neðan. 

Þórhildur og Helga hafa starfað saman í nokkur ár og eru báðar í kvennahljómsveitinni Norðlenskar konur í tónlist. Þær eru þekktar fyrir einstakan samhljóm og skemmtilega sviðsframkomu og er óhætt að lofa góðri kvöldstund þar sem íslensku söngperlurnar í gegnum árin munu draga fram minningar þeirra sem á hlýða.
Aðgangseyrir er krónur 2500 við innganginn.

 

Pearls of Icelandic song through the years

Icelandic songs from both the classical and pop genres
Þórhildur Örvarsdóttir singer

Helga Kvam pianist

Þórhildur and Helga have collaborated for a few years and are both members of the all female band Northern Women in Music. They are known for their unique musical combination with their charismatic performances. A wonderful evening is in store where some of the most beautiful Icelandic songs will be performed.
Admission fee is ISK 2500 at the entrance.

Mánudagur 7. ágúst kl 20:00 Reykjahlíðarkirkja, Mývatnssveit

Þriðjudagur 8. ágúst kl 20:00 Tónlistarmiðstöð Austurlands, Eskifirði

Miðvikudagur 9. ágúst kl 20:00 Nýheimar, Höfn í Hornafirði

Fimmtudagur 10. ágúst kl 20:00 Hvoll, Hvolsvelli

Föstudagur 11. ágúst kl 20:00 Vinaminni, Akranesi

Laugardagur 12. ágúst kl 20:00 Blönduóskirkja


Til baka