02.09.2017

Ljósakvöld í Múlakoti

Ljósakvöld í Múlakoti

Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti boðar til Ljósakvölds í hausthúminu í Múlakotsgarðinum laugardagskvöldið 2. september nk. Dagskráin hefst kl. 20. Ávörp verða flutt og kaffi selt í garðinum undir mislitum rafurljósum eins og frægt var hér á árunum áður, en þau voru sett upp sumarið 1929 eftir að heimarafstöð var komið á laggirnar. Aðgangseyrir verður 1.000 kr., kaffi innifalið og ókeypis fyrir börn. Enginn posi er á staðnum. Allir eru hjartanlega velkomnir.

 


Til baka