26.03.2012

8. fundur Umhverfis og náttúruverndarnefndar

8. fundur Umhverfis og náttúruverndarnefndar haldinn í Pálsstofu, mánudaginn 26.mars 2012 kl.20.00

Mætt eru Agnes Antonsdóttir, Ásta Halla Ólafsdóttir, Ingibjörg Erlingsdóttir og Þorsteinn Jónsson, forföll boðaði Ester Sigurpálsdóttir.

Dagskrá fundarins var eftirfarandi.

Kosning formanns.

Kynning á drögum að samþykktum fyrir katta og hundahaldi í Rangárþingi eystra.

Kynning á drögum að Umhverfisstefnu Rangárþings eystra.

Önnur mál.

Gengið var til kosninga og var Agnes Antonsdóttir kosin formaður í stað Sigrúnar Þórarinsdóttur sem að eigin ósk lét af störfum sem nefndarmaður, Agnes þakkaði fráfarandi formanni fyrir vel unnin störf í þágu nefndarinnar, og var gerður góður rómur að því.


Við yfirferð á drögum að samþykkt fyrir hundahaldi í R.e.  telur nefndin að varðandi  3 gr. lið a, að ekki skuli  vera heimild fyrir fleiri en tveimur hundum á hvert heimili, eldri en 3ja mánaða og ef að undanþága er veitt fyrir hundarækt í þéttbýli skuli hún fara í grendarkynningu.

Nefndin telur að hvetja skuli til þess að íbúar sveitafélagsins í dreifbýlinu hugi að því að merkja og hreinsa sína ketti líkt og gert er í þéttbýlinu.

Nefndin telur að 4 gr. liður 8 skuli telja einn en ekki tvo ketti á hverju heimili, eldri en 3ja mánaða.

Nefndin hvetur sveitastjórn til þess að árlega verði gert átak í því að fanga ómerkta ketti í dreifbýlinu, og skal það gerast í síðasta lagi 1. maí ár hvert.

Nefndin lýsir ánægju sinni á því að nýjar og betri reglur um hunda og kattahald í R.e. skuli nú líta dagsins ljós.

Lögð voru fram drög um Umhverfisstefnu R.e. til kynningar.

Nefndin hvetur sveitarstjórn til þess að viðhalda árlegri vorhreinsun í þéttbýli og dreifbýli, sem og hvetur nefndin til þess að gert verði átak í því að hreinsa rusl og drasl á lóðum bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum í þéttbýli og dreifbýli.  Einnig hvetur nefndin til þess að gert verði átak í því að hefta útbreiðslu njóla í sveitafélaginu.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 22.30

Agnes Antonsdóttir     

Ingibjörg Erlingsdóttir

Ásta Halla Ólafsdóttir

Þorsteinn Jónsson


Til baka