30.05.2012

9. fundur Umhverfis og náttúrverndarnefndar Rangárþings eystra

9. fundur Umhverfis og náttúrverndarnefndar Rangárþings eystra haldinn 30. mai 2012 kl.20:00

Mættir eru Agnes, Ásta, Ester, Ingibjörg og Þorsteinn og gestur fundarins var Þuríður Aradóttir

Agnes setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna , Almennar umræður voru um umhverfisstefnu Rangárþings eystra,

Þuríður  fór yfir vinnuplagg varðandi umhverfisstefnu Rangárþings eystra og kynnti framtíðarsýn sveitarstjórnar í umhverfismálum og hvert hún stefnir.

Einnig  kynnti hún stefnu Geopark, hvert er hlutverk þeirra í kynningarmálum hvers svæðis. Umræður fóru fram um landnýtingarstefnu sveitarfélagsinn  og sitt sýndist hverjum.

Umhverfisstefna R.e. - Vinnuplagg

Lög og reglugerðir;

 engar athugasemdir.

Samfélagið;

Engar athugasemdir.

Ásýnd sveitafélagsins;

Hér fóru fram umræður um umhverfisverðlaun Rangárþings eystra

Bæjarbragur og mannlíf;

Engar athugasemdir.

Skipulagsmál;

Engar athugasemdir.

Fráveita og sorpmál;

Engar athugasemdir.

Landbúnaður;

Engar athugasemdir.

Landnotkun og landnýting;

Engar athugasemdir.

Skurðamál;

Engar athugasemdir.

Varðveisl a lífríkis, náttúrugæða og menningarverðmæta;

Engar athugasemdir.

Umhverfisfræðsla

Engar athugasemdir

Orka og auðlindir

Engar athugasemdir

Ferðaþjónusta

Engar athugasemdir.

Geopark

Engar athugasemdir

Umhvefisnefnd leggur til að sveitastjórn setji sér nánari útfærslu til að ná settum markmiðum í umhverfisstefnu R.e.

 

Þura kynnti hvað væri í gangi hjá Rangárþings eystra

Útsýnispallur við Skógafoss er í undirbúningi,

Merkingar á gönguleið yfir Fimmvörðuháls, gert í samstarfi við SVFÍ, unnið er að því að merkja leið frá Skógum, að Nýja Hrauni, sem er við eldstöðina.

Vinir  Þórsmerkur vinna með okkur í því að laga göngustíga í Mörkinni og er unnið í samstarfi við Landgræðsluna.

Unnið er að söfnun á upplýsingum um örnefni í Rangárþings eystra og verið er að vinna að því að setja merkingar á þessa staði.

Hugmyndabanki á heimasíðu Rangárþings eystra hefur verið opnaður til þess að virkja íbúa í því að koma góðum hugmyndum á framfæri vi ð sveitastjórn.

Næst fór fram umræða um umhverfisverðlaun Rangárþings eystra rætt var um hvenær væri besta tækifærið til að afhenda þessi verðlaun, ákveðið var að afhenda þau á Hausthátíðinni og halda óbreyttu fyrirkomulagi á flokkum verðlauna.

Önnur mál;

Nefndin ræddi um að hnykkja á því við sveitarstjórn að auka fræðslu hjá nemendum vinnuskóla Rangárþings eystra

Nefndin lagði til að sveitastjórn ynni að því að lagður yrði stígur meðfram Þjóðvegi 1, frá Björkinni og að Sólheimum, sem væri ætlaður hjólandi og gangandi umferð sem tengdist síðan Sólheimahringnum, sem er eitt vinsælasti göngu og útivistarsvæði Rangárþings eystra,

Einnig var óskað eftir því að Sólheimahringurinn væri færður í það horf að viðunandi væri fyrir gangandi  og hjólandi umferð árið um kring.

Nefndin kom með tillögu um að íbúar við Njálsgerði, Króktún, Hvolstún og Öldubakka og Gilsbakka taki höndum saman og komi rusli og dóti, sem staðsett er utan lóðamarka, og  sem að það hefur dregið að sér í áranna rás, í varanlegt geymslurými.

Nefndin hvetur til þess að unnið verði að úrbótum í vinnslu á lífrænum úrgangi hjá stofnunum Rangárþingi eystra

Ekki var fleira tekið fyrir og fundi slitið kl 22.15.

Agnes Antonsdóttir

Ásta Halla Ólafsdóttir

Ester Sigurpálsdóttir

Ingibjörg Erlingsdóttir

Þorsteinn Jónsson


Til baka