11.04.2018

237. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra


Sveitarstjórn Rangárþings eystra

Fundargerð

237. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarstjóra, miðvikudaginn 11. apríl 2018, kl. 12:00.
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Guðmundur Viðarsson, Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti, sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Oddviti biður um að á dagskrá fundsins sé bætt við lið 7, tillaga um kjörfundi í Rangárþingi eystra vegna sveitarstjórnarkosninga 26.05.2018, lið 9, tilboð í uppbyggingu og rekstur seinni hluta ljósleiðarakerfis í Rangárþingi eystra og lið 10, fundargerð 58. fundar Skipulagsnefndar Rangárþings eystra.

Gengið var til formlegrar dagskrár:

Erindi til sveitarstjórnar:


1. 1803007 Lánasjóður sveitarfélaga: lántaka vegna Austurvegs 4.
Lántakan var samþykkt á 236. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Lánasamningur staðfestur.

2. 1803007 Lánasjóður sveitarfélaga: lántaka vegna Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Kirkjuhvols. 
Lántakan var samþykkt á 236. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Lánasamningur staðfestur.

3. 1804032 Lánasjóður sveitarfélaga: lántaka vegna Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
Ákvörðun um veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Brunavarna Rangárvallasýslu bs. frá Lánasjóði sveitarfélaga:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Brunavarna Rangárvallasýslu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 10.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. 
Er lánið tekið til að fjármagna kaup á slökkvibíl og tækjum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ísólfi Gylfa Pálmasyni kt. 170354-3039, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings eystra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Sveitarstjórn samþykkir ábyrgðina samhljóða.
4. 1803010 Styrkbeiðni: Sögur – verðlaunahátíð barna. 
Um mjög áhugavert og merkilegt verkefni er að ræða en að þessu sinni hafnar sveitarstjórn Rangárþings eystra styrkbeiðninni enda hafa skólar í Rangárþingi eystra ekki verið að taka þátt í verkefninu. Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur hins vegar fram eftirfarandi tillögu til eflingar læsis:

Tillaga:
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að veita 100.000.- styrk til enn frekari eflingar læsis í grunn- og leikskólum Rangárþings eystra og felur skólastjórum að nýta þann styrk í sameiningu.

Greinargerð:
Þann 14. september 2015 undirritaði Rangárþing eystra þjóðarsáttmálann um eflingu læsis í sveitarfélaginu, en átakið var á landsvísu. 
Síðan þá hefur verið unnið markvisst að eflingu læsis bæði  í Hvolsskóla og leikskólanum Örk. 
Leikskólinn Örk og Hvolsskóli hafa í vetur unnið að nýrri og endurbættri lestrarstefnu til útgáfu, en sú vinna er á lokametrunum. 
Í Hvolsskóla hefur lestrarkennsla verið aukin og krafa um að börn haldi áfram að lesa heima út skólagönguna. Jafnframt hefur verið leitast við að hafa lestrarstundir í öllum bekkjum, daglega hjá þeim yngri en allt að 4 sinnum hjá eldri nemendum. 
Menntamálastofnun hefur gefið út stöðluð próf, lesferil, fyrir alla bekki grunnskólanna. Þau eru lögð fyrir 3 sinnum á ári og gefa mynd af stöðu nemenda og hópa. Markvisst hefur verið stuðst við þau próf til að efla hvern einstakling í lestri. 
Hvolsskóli hefur verið að taka þátt í ýmiskonar lestrarátökum til að hvetja nemendur enn frekar til dáða og hefur það gefist vel. Kennarar hafa verið einkar hugmyndaríkir við að setja upp lestrarhvetjandi umhverfi.
Í Leikskólanum Örk hefur á síðastliðnum misserum verið unnið markvisst eftir hljóðasmiðju Lubba, sem er ákveðið tæki til eflingar læsis. Og hefur það verið aukið jafnt og þétt með góðum árangri. 
Nú nýlega fóru allir kennarar í leikskólanum Örk til að mynda á námseið í Lubba. 
Haustið 2016 stóð skólaráð Hvolsskóla, Leikskólinn Örk og skólaþjónustudeild Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs. að lestrarráðstefnu fyrir bæði fagfólk og foreldra skólanna. Þar var boðið uppá bæði kynningu á lesferlum frá Menntamálastofnun og fyrirlesara; Brynhildi Þórarinsdóttur. Að fyrirlestrum loknum voru skólarnir og skólaþjónustan með ýmiskonar kynningar á lestrartengdu efni fyrir foreldra. 
Haustið 2017 fékk Hvolsskóli til sín fyrirlesara í sambandi við lestrarkennslu. Boðið var upp á námskeið til að efla kennara í að auka og bæta lestrarkennslu eldri nemenda skólans.

Samþykkt samhljóða.

5. 1803011 Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu: Ósk um eftirlit með vöruúrvali í matvöruverslunum sýslunnar.
Sveitarstjórn tekur undir ályktun Félags sauðfjárbænda en bendir á að það sé ekki hlutverk sveitarstjórnar að fylgjast með vöruúrvali í verslunum. Hins vegar hvetur sveitarstjórn Rangárþings eystra íbúa sveitarfélagsins sem og landsins alls til að versla íslenskar vörur.

6. 1804033 Rangárþing eystra: Tillaga að greiðslum til stjórnmálasamtaka vegna framboðs til sveitarstjórnar Rangárþings eystra 2018.
Tillagan byggir á 5. grein laga um fjármál stjórnmálasamtaka og framboða og um upplýsingaskyldu þeirra. Skiptingin byggir á niðurstöðum síðustu sveitarstjórnarkosninga.

Samþykkt samhljóða.

7. Tillaga um kjörfundi í Rangárþingi eystra vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018.
Kjörfundir í Rangárþingi eystra, vegna sveitarstjórnarkosninga, laugardaginn 26. maí 2018, verða sem hér segir: 
Í Félagsheimilinu Heimalandi kjósa íbúar austan Markarfljóts og                                          í Félagsheimilinu Hvoli kjósa íbúar vestan Markarfljóts.
Kjörstaðir verða opnir frá klukkan
9:00 – 18:00 í Félagsheimilinu Heimalandi og
9:00 – 22:00 í Félagsheimilinu Hvoli
Samþykkt samhljóða

8. Trúnaðarmál
Málefni skráð í trúnaðarmálabók.


9. 1802019 Tilboð í uppbyggingu og rekstur seinni hluta ljósleiðarakerfis í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir formlega tilboð Mílu í uppbyggingu og rekstur ljósleiðarakerfis í sveitarfélaginu skv. undirrituðu tilboði frá 13. mars sl. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningnum við Mílu ehf.
Samþykkt samhljóða.

10. 1804019 58. fundur Skipulagsnefndar. 10.04.2018.
SKIPULAGSMÁL:
1. 1804031 Steinar 3 og 6 - Samruni
Atli Pálsson f.h. Jöklar og fjöll ehf. kt. 440214-0610, óskar eftir því að lóðirnar Steinar 3 ln. 163723 og Steinar 6 ln. 223109 verði sameinaðar í eina. Eftir sameiningu verður hin nýja lóð Steinar 3 ln. 163723, samtals 53,9 ha. Lögbýlisréttur færist á hina nýju lóð.  
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við samrunann.  
Sveitarstjórn samþykkir samrunann. 

2. 1804030 Hvolstún 14 – Lóðarumsókn
Jón Bertel Jónsson kt. 211171-3329, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 14, undir byggingu einbýlishús. 
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar.   

3. 1804029 Hvolsvöllur – Umsókn um stöðuleyfi
Jacek Jaroslaw Zielinski kt. 270682-2789, sækir um stöðuleyfi fyrir veitingavagni á miðbæjarsvæði Hvolsvallar skv. meðfylgjandi gögnum.  
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til 1. nóvember 2018. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

4. 1804028 Ey 2 – Landskipti
Sigurður Sigmundsson kt. 150941-3699, óskar eftir því að skipta spildunum Ey 3, 0,65ha og Ey 5, 0,65ha úr jörðinni Ey 2 ln. 163934, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 27.06.2017. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Ey 2 ln. 163934.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitin á spildunum.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitin á spildunum.  
 
5. 1804027 Miðkriki – Leyfi fyrir hringgerði
Árný Hrund Svavarsdóttir f.h. Hestamannafélagsins Miðkrika kt. 560281-0139, óskar eftir því að fá leyfi til uppsetningar á færanlegu hringgerði á lóðunum C-gata 1 og C-gata 3 í Miðkrika.  
Skipulagsnefnd heimilar uppsetningu hringgerðis á lóðunum. Hringgerðið mun víkja verði umræddum lóðum úthlutað til byggingar hesthúsa. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

6. 1804026 Heylækur 3 – Deiliskipulag
Hermann Ólafsson f.h. landeigenda Heylækjar 3, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar. Tillagan tekur til byggingar þriggja frístunda/íbúðarhúsa auk gestahúss á hverri lóð. Skipulagssvæðið er stamtals um 3,4 ha. 
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu deiliskipulagsins. Skipulagsfulltrúa falið að afla upplýsinga í samræmi við umræður á fundi. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

7. 1804025 Gunnarsgerði 1 – Lóðarumsókn
Hákon Mar Guðmundsson f.h. Húskarla ehf. kt. 670505-1700, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Gunnarsgerði 1a-d á Hvolsvelli, til byggingar raðhúss. 
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar.   

8. 1804024 Hemla 2 lóð – Deiliskipulag
Kári Rúnar Jóhannsson kt. 040461-4429, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir hluta af spildunni Hemla 2 lóð ln.211860. Deiliskipulagið tekur til um 1,2 ha af spildunni. Tillagan tekur til tveggja byggingarreita, annars vegar fyrir stækkun núverandi húss og hins vegar fyrir byggingu allt að 3 gestahúsa. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  

9. 1804023 Skógafoss – Umsókn um stöðuleyfi
Karolis Karaliunas óskar eftir stöðuleyfi fyrir veitingavagni á núverandi bílastæði við Skógafoss, skv. meðfylgjandi erindi. 
Skipulagsnefnd hafnar umsókninni. Ekki er gert ráð fyrir veitingavögnum á stöðuleyfi skv. ný samþykktu deiliskipulagi fyrir svæðið.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.  

10. 1804022 Arngeirsstaðir – Landskipti
Eggert Sören Pálsson kt. 280644-2859 og Jóna Kristín Guðmundsdóttir, óska eftir því að skipta lóðinni Arngeirsstaðir 1, 11.637m², úr jörðinni Arngeirsstaðir ln.163991, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Eflu ehf. dags. 27.03.2018. Á hina nýju lóð munu flytjast mhl. 07, íbúðarhús og mhl. 06, hlaða.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á lóðinni. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á lóðinni. 

11. 1804021 Langidalur og Emstrur – Leyfi fyrir tjöldum
Stefán Jökull Jakobsson f.h. Ferðafélags Íslands kt. 530169-3759 óskar eftir leyfi til uppsetningar á aðstöðutjöldum á svæðum félagsins á Emstrum og í Langadal skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 

12. 1804020 Núpur 2 – Deiliskipulag
Guðmundur Guðmundsson kt. 011057-5519, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir hluta af jörðinni Núpur 2, Vestur-Eyjafjöllum. Tillagan tekur til 0,8 ha lóðar úr jörðinni. Heimilt verður að byggja á lóðinni íbúðarhús, bílskúr og gestahús. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  

13. 1802046 Fornhagi – Deiliskipulag
Svava Björk Jónsdóttir f.h. Meiriháttar ehf. kt. 441291-1599, leggur fram lýsingu fyrir deiliskipulag hluta jarðarinnar Fornhaga, Rangárþingi eystra. Einnig er óskað eftir því að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra og umrætt svæði skilgreint fyrir verslun- og þjónustu. Í lýsingunni kemur fram að til stendur að skipta lóð út úr jörðinni og skipuleggja hana undir fjölbreytta ferðaþjónustu og þjónustubyggingu. Miðað er við tjald- og húsbýlasvæði, smáhýsi, sölusvæði og almenna útivist. 
Skipulagsnefnd samþykkir að lýsing deiliskipulagsins verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig leggur nefndin til að sveitarstjórn samþykki að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra, þar sem umrætt svæði verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. 
Sveitarstjórn samþykkir lýsinguna og að hún verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra, þar sem umrætt svæði verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. 

14. 1801011 Sýslumannstúnið á Hvolsvelli – Deiliskipulag
Rangárþing eystra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Sýslumannstúnið á Hvolsvelli. Um er að ræða 1,6 ha svæði sem skilgreint er í aðalskipulagi sveitarfélagsins ÍB 112. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur parhúsum með samtals 4 íbúðum og innbyggðum bílgeymslum og einu raðhúsi án bílgeymsla með 8 smáíbúðum. Einnig eru skilgreindir byggingarreitir, nýtingarhlutfall og aðkoma að „Sýslumannshúsinu“ Samtals eru því 13 íbúðir á skipulagssvæðinu og þéttleiki 8,1 íb/ha. Skilgreint er leiksvæði nyrst á skipulagssvæðinu. 
Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

15. 1607032 Stóra-Borg – Deiliskipulag
Brynjólfur Stefán Guðmundsson kt. 090856-3249 fyrir hönd landeigenda Stóru-Borgar, óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar. Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja frístundahúsa í landi Stóru-Borgar ln. 163726. Tillagan hefur áður verið auglýst og samþykkt af sveitarstjórn. Vegna tímafresta er nauðsynlegt að auglýsa tillöguna aftur. 
Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

16. 1603062 Hamragarðar/Seljalandsfoss – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Afmarkað verði afþreyingar- og ferðamannasvæði við Hamragarða og Seljalandsfoss og legu Þórsmerkurvegar breytt þar sem hann fer um svæðið. Annars vegar er um að ræða breytingu á landnotkun við Hamragarða og Seljalandsfoss úr landbúnaðarsvæði (L) og afþreyingar- og ferðamannasvæði af óskilgreindri stærð (AF) í 90 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF). Hins vegar tekur breytingin til færslu Þórsmerkurvegar (nr.249) til vesturs að varnargarði Markarfljóts. Um er að ræða nýjan vegarkafla sem tengist Þjóðvegi 1, skammt austan Markarfljótsbrúar og liggur meðfram varnargarði Markarfljóts allt að Gljúfurá í norðri þar sem hann tengist núverandi Þórsmerkurvegi. Núverandi Þórsmerkurvegur frá Þjóðvegi 1 að Gljúfurá verður þar með lagður af sem tengivegur nema allra syðst þar sem stuttur vegarkafli sem tengist Þjóðvegi 1 verður aðkomuleið að skógræktarsvæði (SL-411). Legu göngu- og reiðleiðar um svæðið er breytt og aðlöguð breyttum aðstæðum. Engin breyting verður á skógræktarsvæðinu né heldur staðsetningu áningarstaða Kötlu jarðvangs.
Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

17. 1309001 Hamragarðar/Seljalandsfoss – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur á undanförnum árum unnið að gerð deiliskipulags fyrir Hamragarða og Seljalandsfoss, Rangárþingi eystra. Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu tekur til um 90 ha svæði við Hamragarða og Seljalandsfoss. Tillagan tekur m.a. til breyttrar aðkomu að svæðinu með tilfærslu á Þórsmerkurvegi nr. 249, breytingar eru gerða á legu núverandi göngustíga og skilgreiningum þeirra, staðsetningu bílastæða og byggingar þjónustusmiðstöðvar. Umrædd tillaga hefur áður verið auglýst og voru gerða þó nokkrar athugasemdir við hana. Nú er tillagan lögð fram í breyttri mynd þar sem helst ber að nefna að staðsetningu bílastæða og þjónustumiðstöðvar hefur verið breytt til að koma á móts við athugasemdir við fyrri tillögu. Einnig hefur verið dregið verulega úr heimilu byggingarmagni þjónustumiðstöðvar. 
Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

18. 1801015 Moldnúpur – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin tekur til gildandi deiliskipulags fyrir Moldnúp, Rangárþingi eystra. Breytingin tekur til byggingar allt að 200m² einbýlishúss og aðkomu að því. Samhliða er leiðrétt afmörkun byggingarreita á Moldnúpi 1 og 2. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 19. febrúar 2018, með athugasemdafresti til 2. apríl 2018. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Gerð hefur verið óveruleg breyting á tillögunni til samræmis við umsögn Heilbrigðiseftirlits suðurlands. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

19. 1801010 Dægradvöl – Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta af lóðinni Strönd II lóð ln. 195393. Tillagan tekur til byggingar allt að 40m² gestahúss og 30m² geymslu. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 19. febrúar 2018, með athugasemdafresti til 2. apríl 2018. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði sendi Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Fundargerð skipulagsnefndar samþykkt í heild sinni. 

Fundargerðir:

1. 1804003 54. fundur brunavarna Rangárvallasýslu bs. 15.03.2018. Staðfest.
2. 1804015 53. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. 15.03.2018. Staðfest.
3. 1804009 Fundur í stjórn Skógasafns. 20.03.2018. Staðfest.
4. 1804006 185. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands. 22.03.2018. Staðfest.
5. 1804007 858. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. 23.03.2018. Staðfest.
6. 1804012 264. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. 06.03.2018. Staðfest.
7. 1804014 39. fundur stjórnar Kötlu jarðvangs. 15.03.2018. Staðfest.
8. 1804016 530. fundur stjórnar SASS. 02.03.2018. Staðfest.
9. 1804017 Fundur formanns Öldungaráðs með sveitarstjórum í Rangárvallasýslu: minnispunktar. Staðfest.

Mál til kynningar:

1. 1804008 HSK: Tillögur samþykktar á 96. héraðsþingi HSK.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að fylgja eftir viljayfirlýsingu varðandi einelti, kynferðislegri áreitni og kynbundnu áreitni og ofbeldi samkvæmt áskorun 96. héraðsþings HSK.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að fylgja eftir banni við allri tóbaksnotkun ásamt rafsígarettna á og við íþróttasvæði samkvæmt áskorun 96. héraðsþings HSK.

2. 1804013 Samband íslenskra sveitarfélaga: Umsögn um drög að frumvarpi til laga um persónuvernd.
3. 1803036 Sýslumaðurinn á Suðurlandi: Rekstrarleyfi: Húsið.
4. 1802020 Sýslumaðurinn á Suðurlandi: Rekstrarleyfi: Hótel Drangshlíð.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:50


Til baka