23.01.2017

220. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra


220. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, mánudaginn 23. janúar 2017 kl. 16:00
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Jóhanna E. Gunnlaugsdóttir, varamaður Benedikts Benediktssonar, Þórir Már Ólafsson, Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Viðarsson varamaður Birkis A. Tómassonar, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Oddviti biður um að bæta einu trúnaðarmáli á dagskrá.

Gengið var til formlegrar dagskrár:

Dagskrá:

Erindi til sveitarstjórnar:
1. 1701037 Afsláttur fasteignagjalda 2017.
Samþykkt samhljóða.
2. 1701042 Viljayfirlýsing v. hugsanlegra íbúðabygginga Sláturfélags Suðurlands.
Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu í samræmi við umræður á fundinum.
3. 1701009 Eignarhald ljósleiðara í Rangárþingi eystra.
Minnispunktar frá Ingólfi Bruun lagðir fram.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að ganga frá samningi við Mílu varðandi eign og rekstur á 1. áfanga ljósleiðara  undir Eyjafjöllum . Á 211. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra var sveitarstjóra falið að undirrita samning um styrk frá Fjarskiptasjóði sem samþykktur var samhljóða í sveitarstjórn með öllum atkvæðum sveitarstjórnarmanna. Mikilvægt er að vandað verði vel til verka við samningsgerð á milli sveitarfélagsins og Mílu. Tryggt skal að hagsmunir íbúa verði hafðir að leiðarljósi og að gjöld og þjónusta kerfisins verði ekki lakari en sú þjónusta sem veitt er á þéttbýlissvæðum landsins. Eftir mikla vinnu við samanburð á þeim kostum og göllum við að sveitarfélagið eigi sjálft og reki ljósleiðarakerfið, er það mat sveitarstjórnar að bæði fjármunum sveitarfélagsins og ríkisins verði best varið með því að ganga til samninga við fjarskiptafélag um eignarhald og rekstur kerfisins, líkt og gert var ráð fyrir í upphafi þegar sótt var um styrk til Fjarskiptasjóðs. 
Í umsókn sveitarfélagsins til Fjarskiptasjóðs fyrir 1. hluta verkefnisins samtals 77 styrkhæfir notendur, var fjármögnun skilgreind með eftirfarandi hætti:   

Fjarskiptasjóður                      26.950.000
Fjarskiptafélagið Míla væntanlega eigandi og rekstraraðili          23.100.000
Stofngjald notenda                                      23.100.000 
Sveitarfélagið                                      10.000.000
Samtals:                              83.150.000

Sveitarstjórn samþykkir einnig að fáist styrkur úr fjarskiptasjóði til áframhaldandi ljósleiðaravæðingar dreifbýlis sveitarfélagsins árið 2017, sem nú þegar hefur verið sótt um, verði fjármögnun með sama hætti þ.e. með aðkomu fjarskiptafélags. 
Í umsókn sveitarfélagsins til Fjarskiptasjóðs fyrir 2. hluta verkefnisins samtals 241 styrkhæfir notendur, var fjármögnun skilgreind með eftirfarandi hætti:   

Fjarskiptasjóður                     44.050.000
Fjarskiptafélag / Sveitarfélagið                                                    60.250.000
Stofngjald notenda m.v. 300.000 á hvern notenda             72.300.000 
Sveitarfélagið                                             40.000.000
Samtals:                                   216.600.000

Rökstuðningur sveitarstjórnar: 
Ákvörðun um að ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins verði í eigu fjarskiptafélags, er tekin eftir að Samgöngu- og umferðarnefnd hefur fjallað um málið og lagt til að gengið verði til samninga við fjarskiptafélag. Fulltrúar bæði minni og meirihluti hafa samþykkt að fara þessa leið með því að samþykkja að þiggja styrk fjarskiptasjóðs, en umsóknir í sjóðinn byggjast á þessari leið. Orku- og veitunefnd hefur einnig fjallað um málið og tekur undir þessa samþykkt. Forsvarsmenn Ljóss undir Fjöllum sem fóru af stað með verkefnið 2016 er kunnugt um útfærsluna og gera ekki athugasemd við hana. Hönnuður og ráðgjafi sveitafélagsins varðandi ljósleiðaramál, Guðmundur Gunnarsson hjá Rafal, mælir einnig með að umrædd leið verði farin við fjármögnun verkefnanna sbr. minnisblað dags. 20. jan. 2017. Leitað hefur verið álits fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar sem telja þessa leið þ.e. eignarhald og rekstur á forræði fjarskiptafélags hagstæða sveitarfélaginu og íbúum þess.  

Samþykkt með 4 atkvæðum, LE, ÍGP, JEG, ÞMP. 3 sitja hjá, KÞ, BAT, CLB.

Bókun D og L lista.
Við sitjum hjá við afgreiðslu tillögunnar þar sem við hefðum kosið að eignarhald á innviðum hefði verið sveitarfélagsins eins og við höfum bent á á fyrri stigum málsins. Umfram allt viljum við þó að ljósleiðaravæðing sveitarfélagsins verði að veruleika sem fyrst og vonum að verkefnið gangi að óskum.

4. Trúnaðarmál.

Fundargerðir:
1. 1701040 184. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 19.01.17. Staðfest.

Mál til kynningar:
1. 1502017 Deiliskipulag Þórsmörk: umsögn Forsætisráðuneytis.
2. 1605043 Varnargarður við Þórólfsfell: bréf sveitarstjóra til Vegagerðar og Landgræðslu.
3. 1701041 Mögulegt samstarf um Skipulags- og byggingamál í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu: minnispunktar. 18.01.17.
4. 1701039 Aukavinna sveitarstjórnarmanna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00

Lilja Einarsdóttir              
Ísólfur Gylfi Pálmason
Þórir Már Ólafsson  
Jóhanna E. Gunnlaugsdóttir   
Birkir Arnar Tómasson           
Kristín Þórðardóttir  
Christiane L. Bahner


Til baka