23.02.2017

160. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra


160. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 08:10.

Mætt: Lilja Einarsdóttir, Birkir A. Tómasson, varamaður Kristínar Þórðardóttur, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð og  sveitarstjóri og formaður byggðarráðs,Ísólfur Gylfi Pálmason sem setti fund og stjórnaði honum.

Formaður bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.

Dagskrá:

Erindi til byggðarráðs:

1. 1702023 Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu: Ráðning tilsjónaraðila í 60% starf í Rangárþingi eystra og Rangárþingi ytra. Formaður lagði fram göng varðandi ósk um tilsjónarmann.  Lilja Einarsdóttir formaður félagsmálanefndar hefur verið í sambandi við félagsmálastjóra gerði grein fyrir málinu.  Samþykkt að ráða í starfið til eins árs.

2. 1702026 Gamli bærinn í Múlakoti: Ósk um niðurfelling fasteignagjalda. Formaður lagði fram gögn sem formaður Gamlabæjarins leggur fram varðandi friðlýsingu bæjarins frá forsætisráðherra, Minjastofnun, staðfest Skipulagsskrá frá Sýslumanni Norðurlandi vestra. Almennt er ekki lögð fasteignagjöld á firðlýstar byggingar. Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignagjöld á friðlýstar byggingar Gamla bæjarins í Múlakoti. 

3. 1702027 Fjölís: Samningur um ljósritun og hliðstæða eftirgerð í sveitarfélögum. Fjölís og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur endurnýjað samningu um afritun og höfundarréttarvarins efnis  föst upphæð er kr. 590 krónur á starfsmann á ári fyrir utan þá starfsmenn sem falla undir fræðslustofnanir sveitarfélaga.                 Samþykkt samhljóða.

4. 1702041 Íþróttafélagið Dímon: Samstarfssamningur. Samningurinn gildir í þrjú ár og tekur gildi 1. janúar 2017. Samningurinn samþykktur samhljóða.


Fundargerðir:

1. 1702001 40. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu 30.1.17.  
b. liður reglur um sérstakan húsnæðisstyrk fyrir 15-17 ára samþykktar með eftirfarandi breytingu á 9. gr. „að sérstakur húsnæðisstyrkur fyrir 15-17 ára verði 60% af leigufjárhæð en þó eigi hærri en 25 þúsund af leigufjárhæð“. einnig viðbót við 23.gr. „reglur þessar skulu endurskoðaðar að ári liðnu“.

Fundargerðin samþykkt.

2. 1702018 1. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Rangæinga. 7.2.17. Staðfest.

3. 1702019 177. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands. 3.2.17. Staðfest.

4. 1702020 513. fundur stjórnar SASS. 3.2.17. Staðfest.

Mál til kynningar:

1. 1502017 Deiliskipulag á Þórsmerkursvæðinu: umsögn Umhverfisstofnunar. 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:30


___________________________ _______________________
Ísólfur Gylfi Pálmason Lilja Einarsdóttir


___________________________ _______________________
Birkir A. Tómasson

Til baka