10.04.2017

223. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra


Sveitarstjórn Rangárþings eystra

Fundargerð

223. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, mánudaginn 10. apríl 2017 kl. 12:00
Mætt:   Ísólfur Gylfi Pálmason, Benedikt Benediktsson, Þórir Már Ólafsson, Guðmundur Viðarsson, varamaður Kristínar Þórðardóttur, Birkir Arnar Tómasson, Christiane L. Bahner og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hann leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Oddviti biður um að bætt verði við dagskrá fundarins liður 16. Ákvörðunartaka vegna gjaldtöku við Seljalandsfoss. 
Gengið var til formlegrar dagskrár:


Erindi til sveitarstjórnar:
1. 1704022 162. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra. Staðfest.
2. 1704030 Ársreikningur Rangárþings eystra: fyrri umræða.
Berglind Hákonardóttir og Ólafur Gestsson frá Pwc endurskoðun fóru yfir reikningin og skýrðu hann.
Ársreikningnum vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn 28. apríl 2017.
3. 1703069 Ungmennaráð Rangárþings eystra: Erindisbréf. 
Samþykkt samhljóða.
4. 1703077 Félag landeigenda á Almenningum: Beiðni um styrk til uppgræðslu.
Guðmundur Viðarsson víkur af fundi
Samþykkt að veita styrk að upphæð 300.000 kr.

Guðmundur Viðarsson kemur aftur inn á fund.

5. 1703079 Fornleifastofnun Íslands: Tilboð í úttekt á fornleifum vegna lagningu ljósleiðarakerfis í Rangárþingi eystra: Vestur-Eyjafjallahreppur.
Samþykkt samhljóða.
6. 1703052 Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.: Ábyrgð vegna láns frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða.
7. 1703081 Fossbúð: Rekstrarleigusamningur: 2017-2023.
Samþykktur samhljóða.
8. 1704028 Njálsbúð: Samningur um leigu á skólahúsnæði: 2017-2023. 
Samningur samþykktur með 6 greiddum atkvæðum ÍGP, BB, ÞMÓ, LE, GV, CLB. Einn situr hjá BAT.
9. 1704023 Uppgræðsla á Fljótshlíðarafrétt 2017: Beiðni um styrk.
Samþykkt að veita styrk að upphæð 300.000 
10. 1702009 Heimsókn frá Levanger: Undirbúningsnefnd.
Samþykkt að í nefndinni sitji Ísólfur Gylfi Pálmason, Lilja Einarsdóttir og Guðmundur Viðarsson.
11. 1704025 Leikskólinn Örk: Breyting á verklagsreglum.
Afgreiðslu málsins frestað og leikskólastjóra falið að vinna áfram að reglunum í samræmi við umræður á fundinum.
12. 1704026 Leikskólinn Örk: Breyting á gjaldskrá.
Samþykkt samhljóða.
13. 1704009 Jarðvegsvinna við síðari áfanga ljósleiðarakerfis Rangárþings eystra. 
Samþykkt með 6 atkvæðum ÍGP, LE, BB, ÞMÓ, BAT og GV að fresta málinu fram að næsta sveitarstjórnarfundi 28.04.17. 1 situr hjá CLB. 
14. 1605043 Varnargarður við Þórólfsfell: Bréf frá landeigendum.

Erindi landeigenda í Fljótshlíð vegna varnargarðs við Þórólfsfell dags. í apríl 2017. 
Í erindinu eru gerðar athugasemdir við greinargerð umsækjenda um framkvæmdaleyfi, Vegagerðarinnar og Landgræðslunnar, vegna endurbyggingar varnargarðs við Þórólfsfell, dags. 3. febrúar sl., svo og skýrslu Vatnaskila frá okt. 2016. Jafnframt eru sjónarmið landeigenda nánar rakin. Með erindi landeigenda fylgir m.a. umsögn Eflu verkfræðistofu, vegna skýrslu Vatnaskila. 
Lagt er til að erindið, ásamt skýrslu Eflu, verði sent umsækjendum um framkvæmdaleyfið, til kynningar. Jafnframt er lagt til að sveitarstjóra og lögfræðilegum ráðgjafa verði falið að funda með fulltrúum landeigenda og fulltrúum Vegagerðar og Landgræðslu til að fara yfir sjónarmið málsaðila, en æskilegt er að slíkur fundur verði haldinn sem fyrst. 

Samþykkt með 5 greiddum atkvæðum ÍGP, LE, BB, ÞMÓ. 2 sitja hjá BAT, GV.

15. Samningur við Mílu um uppbyggingu og rekstur ljósleiðarakerfis.
Lagður fram til kynningar.
16. Ákvörðunartaka um gjaldtöku við Seljalandsfoss.
Ákveðið að ganga til samninga við Bergrisann um gjaldtöku við Seljalandsfoss í samræmi við ákvörðun fundar sem haldinn var með landeigendum og fulltrúum sveitarstjórnar 5.4.17. Samningurinn gildir til 1 árs.
17. 1704004 49. fundur skipulagsnefndar Rangárþings eystra
SKIPULAGSMÁL:
1. 1704017 Berjanes – Ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar
Vigfús Andrésson kt. 280347-3379, óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja verslunar- og þjónustusvæði á jörðinni Berjanesi, Austur-Eyjafjöllum. Um er að ræða 5,7 ha mýrlendi.  
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.
2. 1704016 Eystra-Seljaland - Deiliskipulagsbreyting 
Óli Kristinn Ottósson kt. 300560-7099 og Auður Jóna Sigurðardóttir kt. 130158-3749, óska eftir heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir hluta af jörðinni Eystra-Seljaland. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir byggingu frístundahúsa og smáhýsa fyrir ferðaþjónustu. Óskað er eftir heimild til að breyta deiliskipulaginu á þann veg, að á lóð F3 verði gert ráð fyrir allt að 1.000 m² hóteli og allt að 200 m² starfsmannahúsi. Lóðin er um 5 ha.  
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.    
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.
3. 1704015 Skógafoss - Stöðuleyfisumsókn
Júlíus Grettir Margrétarson kt. 180693-2119, sækir um stöðuleyfi fyrir veitingavagni á bílastæðinu við Skógafoss.  
Erindinu hafnað.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 
4. 1704014 Hlíðarból - Stöðuleyfisumsókn
Páll Elíasson kt. 310159-2399, sækir um stöðuleyfi fyrir salernisgám í landi Hlíðarbóls skv. meðfylgjandi gögnum. 
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til 1. október 2017.   
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar. 
5. 1704013 Dægra – Landskipti
Kjartan Már Benediktsson kt. 250955-2789, óskar eftir því að skipta 34,6 ha spildu úr jörðinni Dægru ln. 193155, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Höllu Kjartansdóttur dags. 24. mars 2017. Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái heitið Dægra 1. Lögbýlisréttur mun færast yfir á hina nýju spildu.  
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju spildunni.
Christiane L Bahner víkur af fundi við afgreiðslu erindisins. Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á nýju spildunni. 
6. 1704012 Kirkjulækjarkot 1 – Landskipti
Már Guðnason kt. 141245-3689, óskar eftir því að skipta 2365m² lóð úr jörðinni Kirkjulækjarkot 1 ln.164034, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 6. nóvember 2016. Óskað er eftir því að hin nýja lóð fái heitið Kirkjulækjarkot 1F.  
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á nýju lóðinni.    
7. 1704011 Efri-Úlfsstaðir – Landskipti
Jón Sigurðsson kt. 140356-3019, óskar eftir því að skipta 1 ha. Lóð úr jörðinni Efri-Úlfsstaðir ln. 163853, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 5. maí 2006. Óskað er eftir því að hin nýja lóð fái heitið Borgir. 
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju lóðinni. 
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á nýju lóðinni. 
8. 1704010 Ey 2 – Landskipti
Ásta María Sigurðardóttir kt. 121164-3969, f.h. landeigenda, óskar eftir því að skipta 0,65 ha. Lóð úr jörðinni Ey 2, skv. Meðfylgjandi uppdrætti unnum af Steinsholt sf. dags. 24. Febrúar 2017. Óskað er eftir því að hin nýja lóð fái heitið Ey 4.  
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin og heitið á nýju lóðinni. 
9. 1704008 Hvolstún 14 - Lóðarumsókn
Viðar Jónsson f.h. Hvítmögu ehf. kt. 510209-1680, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Hvolstún 14, fyrir byggingu einbýlishúss. 
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar. 
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar. 
10. 1704005 Ormsvöllur 13 - Lóðarumsókn
Þórhallur Birgisson f.h. Vélsmiðjunnar Magna kt. 710501-4080, óskar eftir því að fá úthlutað lóðinni Ormsvöllur 13, fyrir byggingu iðnaðarhúss. 
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar. 
Ísólfur Gylfi Pálmason mætir til fundar sem áheyrnarfulltrúi. 
Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar.
11. 1703061 Brú - Deiliskipulag
Bryndís Emilsdóttir f.h. Heimsborga ehf. kt. 640801-2710, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir hluta af jörðinni Brú, Rangárþingi eystra. Tillagan tekur til eins byggingarreits þar sem innan marka hans er gert ráð fyrir núverandi byggingum jarðarinnar, ásamt 12 nýjum smáhýsum til útleigu fyrir ferðamenn. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  
Sveitarstjórn heimilar deiliskipulagsgerð. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  
12. 1703016 Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting 
Rangárþing eystra vinnur nú að deiliskipulagsbreytingu fyrir hluta svæðis inna marka samþykkts deiliskipulags Ytri-Skóga. Helstu breytingar sem tillagan tekur til eru að öll bílastæði eru færð út fyrir fríðlýsta svæðið við Skógá. Einnig er salernis og aðstöðuhús fært út fyrir svæðið og útbúinn byggingarreitur í aðkomu við ný bílastæði. Meiri áhersla er lögð á að bæta aðstöðu á láglendi framan við fossinn. Stígakerfi er lagfært og stígar hannaðir nægjanlega rúmir til að taka við mikilli aðsókn ferðamanna. 
Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13. 1505002 Nýbýlavegur / Hvolstún - Deiliskipulagsbreyting
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var í sveitarstjórn í nóvember 2004. Það svæði sem deiliskipulagsbreytingin tekur til nær allt að gatnamótum þar sem gatan Hvolstún tengist Nýbýlavegi skammt norðan Króktúns. Tillagan gerir ráð fyrir 4-5 íbúðum í einnar hæðar raðhúsi og 6-8 íbúðum í tveggja hæða fjölbýlishúsi, eða samtals um 10-13 íbúðum. Breytingin tekur einnig til stækkunar á lóðinni Nýbýlavegur 44, norðurmörk lóðarinnar færast til norðurs og fyrirkomulag bílastæða breytist. Staðsetning gangstéttar sunnan við Hvolstún er leiðrétt til samræmis við innmæld gögn. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2017, með athugasemdafresti til 13. mars 2017.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún því samþykkt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14. 1503007 Nýbýlavegur / Hvolstún – Aðalskipulagsbreyting
Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingarinnar er breyting á landnotkun á hluta svæðis sem áður var skilgreint sem opið svæði við Ölduna. Íbúðabyggð (ÍB-111) er samkvæmt því stækkuð til norðurs um 0,4 ha og opna svæðið (OP-123) minnkað að sama skapi. Silgreindri reiðleið á svæðinu er breytt. Ekki er um að ræða aðrar breytingar. Markmiðið með breytingunni er að þétta byggð og gefa kost á hagkvæmri uppbyggingu nýrra íbúða á Hvolsvelli. Skortur er á smærri íbúðum, m.a. í lágreistu fjölbýli. Uppbygging íbúða á svæðinu stuðlar að góðri nýtingu núverandi vega/gatna og veitna. Í dag er svæðið opið grænt svæði sem ekki er nýtt sérstaklega til útivistar. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2017, með athugasemdafresti til 13. mars 2017.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar og telst hún þvi samþykkt. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
15. 1610077 Ráðagerði/Steinmóðarbær – Framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku
Svanur Lárusson kt. 070852-2179 og Sigurborg Óskarsdóttir kt. 010153-3289, óska eftir framkvæmdarleyfi fyrir malarvinnslu í landi Ráðagerðis ln. 224947 skv. meðfylgjandi umsókn. 
Guðlaug Ósk víkur af fundi við afgreiðslu erindisins. Ísólfur Gylfi tekur sæti sem varamaður. Skipulagsnefnd hefur áður verið með umsóknina til umföllunnar og samþykkt að gera aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir malarvinnslunni. Vegna skorts á gögnum var erindinu frestað í sveitarstjórn. Nú hafa frekari gögn borist og leggur því skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 þar sem gert verði ráð fyrir malarvinnslunni. Þegar breyting á aðalskipulagi hefur verið staðfest mun skipulagsnefnd taka umsókn um framkvæmdaleyfi til meðferðar.  
Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 sem gerir ráð fyrir malarvinnslunni. 
Fundargerð skipulagsnefndar staðfest í heild sinni. 


Fundargerðir:
1. 1704027 35. fundur Fræðslunefndar Rangárþings eystra. 05.04.17. Staðfest.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsir yfir ánægju sinni með að Hvolsskóli er orðinn GEO-UNESCO jarðvangsskóli.
2. Sameiginlegur upplýsingafundur sveitarstjórnar, samgöngu- og umferðarnefndar og orku- og veitunefndar. 05.04.17. Staðfest.
3. 1703076 848. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. 24.03.17. Staðfest.
4. 1704006 Bergrisinn: Aukaaðalfundur. 21.03.17. Staðfest.


Mál til kynningar:
1. 1511092 Miðbæjarskipulag: Tillögur.
Samþykkt að setja tillögur inn á íbúavef Rangárþings eystra með smávægilegum breytingum í samræmi við umræður á fundinum.
2. 1703078 Minnispunktar frá fundi oddvita og sveitarstjóra í Rangárvallasýslu 28.3.2017.
5. liður Lilja Einarsdóttir og Christiane L. Bahner eru fulltrúar Rangárþings eystra. 
3. 1702015 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: Svarbréf vegna afgreiðslu tekjuauka Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna laga nr. 139/2013.
4. 1704007 Jöfnunarsjóður: Endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2017.
5. 1704019 Jöfnunarsjóður: Endanlegt framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2017.
6. 1704018 Thorp ehf: Stefnumótun í ferðaþjónustu.
7. 1704020 Umhverfisstofnun: Vindmyllur í Rangárþingi eystra: umsögn.
Sveitarstjóra falið að senda Skipulagsstofnun bréf til að fá upplýsingar um stöðu mála á landsvísu.
8. 1704021 Héraðssambandið Skarphéðinn: Áskorun og þakkir frá 95. héraðsþingi HSK.
9. Minnispunktar frá fundum með landeigendum Seljalandsfoss 30.3.17 og 6.4.17.
10. Fundarboð: Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. 11.05.17.
Samþykkt að sveitarstjóri verði fulltrúi Rangárþings eystra á Aðalfundi Eignarhaldsfélags Suðurlands. Varamaður er Lilja Einarsdóttir.
11. Aukavinna sveitarstjórnarmanna.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:37

____________________              _______________________
Lilja Einarsdóttir                               Ísólfur Gylfi Pálmason
                                  
______________________                ______________________
Þórir Már Ólafsson                                   Benedikt Benediktsson
                                                                 
_______________________                _______________________    
Birkir Arnar Tómasson                             Guðmundur Viðarsson

______________________  
Christiane L. Bahner


 


Til baka