11.06.2018

240. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra


240. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, mánudaginn 11. júní  2018, kl. 13:00.

Mætt:   Lilja Einarsdóttir, Benedikt Benediktsson, Rafn Bergsson, Anton Kári Halldórsson, Elín Fríða Sigurðardóttir, Guðmundur Viðarsson og Christiane L. Bahner. 
Fundargerð ritaði Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.

Bætt á dagskrá liður 7 Aukaaðalfundarboð SASS og liður 8 Fundarboð: Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. – 28. september 2018:

Gengið var til formlegrar dagskrár:

Erindi til sveitarstjórnar:
1. Kosning oddvita.
Lagt til að Lilja Einarsdóttir verði oddviti.
Samþykkt með 6 atkvæðum LE, BB, GV, AKH, RB, EFS. 1 situr hjá CLB.

2. Kosning varaoddvita.
Lagt til að Benedikt Benediktsson verði varaoddviti.
Samþykkt með 6 atkvæðum LE, BB, GV, AKH, RB, EFS. 1 situr hjá CLB.

3. Ráðning sveitarstjóra.

Tillaga frá fulltrúa L-lista
Lagt er til að auglýst verði eftir sveitarstjóra og hann fagráðinn í ljósi þess að það hafi verið á stefnuskrá framboða meirihluta sveitarstjórnarmanna.
Felld með 6 atkvæðum LE, BB, GV, AKH, RB, EFS. 1 greiðir atkvæði með tillögunni CLB.

Bókun fulltrúa B-lista
Á stefnuskrá B-lista var vissulega eitt af málefnunum að sveitarstjóri yrði fagráðinn. Í aðdraganda kosninga var það ljóst að þetta sameiginlega málefni var hjá framboðum L- og B- lista og höfðu fulltrúar B-lista orð á því við oddvita L-lista að hugsanlega yrði samstarfsgrundvöllur á þeim forsendum. Í kjölfar kosninganna, þegar úrslitin voru ljós, höfðu fulltrúar B-lista samband við oddvita L-listans og óskuðu eftir samtali. Eftir stuttar þreifingar gaf oddviti L-lista yfirlýsingu að hann vildi fremur hefja viðræður við fulltrúa D-lista um samstarf. Ekki náðist því samstarfsgrundvöllur byggður á þessu sameiginlega stefnumáli. 


Sameiginleg tillaga fulltrúa B- og D- lista
Lagt er til að fulltrúi D-lista, Anton Kári Halldórsson, verði ráðinn sveitarstjóri Rangárþings eystra til tveggja ára. Að þeim liðnum verði fulltrúi B-lista Lilja Einarsdóttir ráðin sveitarstjóri Rangárþings eystra til tveggja ára samkvæmt samstarfssamningi sem framboðin hafa gert með sér. 
Varaoddvita er falið að gera drög að ráðningarsamning sem lagður verður fram á næsta fundi.
Samþykkt með 6 atkvæðum LE, BB, GV, AKH, RB, EFS. 1 á móti CLB.

Bókun fulltrúa L- lista
L-listi hefur alla tíð staðið fyrir því að sveitarstjóri eigi að vera fagráðinn eftir auglýsingu. Sveitarstjórinn sinnir ýmsum lögbundnum hlutverkum sem fara ekki vel saman með pólitísku hlutverki sveitarstjórnarmanna. Því er ég að greiða atkvæði gegn því að umræddir fulltrúar verði ráðnir sveitarstjórar. Þar að auki tel ég ekki ráðlegt að skipta á sveitarstjóra á tveggja ára fresti þar sem starfið er umfangsmikið.


4. Tillögur um skipun í nefndir, samstarfsráð og stjórnir sbr. 49. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra frá 2014, auk fulltrúa í stjórn Tónlistarskóla Rangæinga bs. 


Nefndir og ráð

Aðalmaður                                                  Varamaður

Almannavarnanefnd (1):
Anton Kári Halldórsson                     Lilja Einarsdóttir

Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. (1)
Anton Kári Halldórsson                                Elín Fríða Sigurðardóttir

Byggðarráð (3):
Elín Fríða Sigurðardóttir                               Guðmundur Jón Viðarsson
Benedikt Benediktsson                                  Lilja Einarsdóttir
Christiane L. Bahner                                     Arnar Gauti Markússon

Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu (1)
Lilja Einarsdóttir              Benedikt Benediktsson

Félagsmála- og barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu – sameiginleg nefnd (2):
Gyða Björgvinsdóttir              Guri Hilstad Ólason
Árný Hrund Svavarsdóttir       Elín Fríða Sigurðardóttir

Fjallskilanefnd Fljótshlíðar (1):
Vilmundur Rúnar Ólafsson       Ólafur Þorri Gunnarsson

Fjallskilanefnd Vestur-Eyjafjalla (2):
Ásgeir Árnason               Óli Kristinn Ottósson
Baldur Björnsson                                      Jón Örn Ólafsson

Fræðslunefnd Grunnskóla og Leikskóla (5):
Lilja Einarsdóttir                                            Þóra Kristín Þórðardóttir
Bjarki Oddsson              Rafn Bergsson
Esther Sigurpálsdóttir      Guðmundur Jón Viðarsson
Páll Eggertsson              Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir
Arnar Gauti Markússon              Sigurmundur Páll Jónsson

Katla jarðvangur/Geopark stjórn (1):
Anton Kári Halldórsson                               Lilja Einarsdóttir

Heilsu-íþrótta- og æskulýðsnefnd (5):
Sigurður Þór Þórhallsson       Helgi Jens Hlíðdal
Þóra Kristín Þórðardóttir              Anna Rún Einarsdóttir
Páll Eggertsson              Baldur Ólafsson
Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir              Ragnheiður Jónsdóttir
Eyrún María Guðmundsdóttir              Guðgeir Óskar Ómarsson

Héraðsnefnd Rangæinga (3):
Anton Kári Halldórsson              Elín Fríða Sigurðardóttir
Lilja Einarsdóttir              Benedikt Benediktsson
Guðmundur Jón Viðarsson      Rafn Bergsson

Hula bs. Sorpsamlag Skógum (1):
Benedikt Benediktsson               Rafn Bergsson

Jafnréttisnefnd (3):
Guri Hilstad Ólason               Eggert Birgisson
Arnar Gauti Markússon               Magnús Benónýsson
Harpa Mjöll Kjartansdóttir       Kristján Friðrik Kristjánsson

Landbúnaðarnefnd (5):
Ágúst Jensson               Þórir Már Ólafsson
Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir               Sigrún Þórarinsdóttir
Guðmundur Ólafsson       Anna Runólfsdóttir
Guðmundur Jón Viðarsson       Páll Eggertsson
Esther Sigurpálsdóttir       Elín Fríða Sigurðardóttir

Markaðs- og atvinnumálanefnd (5):
Sigurður Þór Þórhallsson       Óli Jón Ólason
Þóra Kristín Þórðardóttir               Arnheiður Dögg Einarsdóttir
Þuríður Vala Ólafsdóttir               Arnar Gauti Markússon
Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir               Elín Fríða Sigurðardóttir
Anton Kári Halldórsson               Guðmundur Jón Viðarsson

Menningarnefnd (5):
Lea Birna Lárusdóttir       Sigurður Þór Þórhallsson
Guri Hilstad Ólason               Heiðar Þór Sigurjónsson
Magnús Benónýsson       Sara Ástþórsdóttir
Friðrik Erlingsson                                          Katrín Óskarsdóttir
Harpa Mjöll Kjartansdóttir       Anna Birna Þráinsdóttir

Orku- og veitunefnd (5):
Lárus Einarsson               Arnheiður Dögg Einarsdóttir
Gísli Davíð Sævarsson              Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir
Arnar Gauti Markússon               Anna Runólfsdóttir
Guðmundur Jón Viðarsson       Esther Sigurpálsdóttir
Anton Kári Halldórsson               Einar Viðar Viðarsson

Samgöngu- og umferðarnefnd (5):
Bjarki Oddsson              Sigurður Þór Þórhallsson
Lea Birna Lárusdóttir              Arnheiður Dögg Einarsdóttir
Baldur Ólafsson              Anna Birna Þráinsdóttir
Halldór Óskarsson              Kristján Friðrik Kristjánsson
Guðmundur Ólafsson      Anna Runólfsdóttir

Skipulagsnefnd Rangárþings eystra (5):
Víðir Jóhannsson             Guri Hilstad Ólason
Lilja Einarsdóttir             Rafn Bergsson
Anna Runólfsdóttir             Guðmundur Ólafsson
Anton Kári Halldórsson             Guðmundur Jón Viðarsson
Esther Sigurpálsdóttir     Elín Fríða Sigurðardóttir

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.
Benedikt Benediktsson                              Rafn Bergsson 

Stjórn Tónlistarskóla Rangárvallasýslu
Anton Kári Halldórsson              Lilja Einarsdóttir

Nefndarskipan samþykkt samhljóða

Lilja Einarsdóttir víkur af fundi og Guri Hilstad Ólason tekur hennar sæti.

5. Sögusetrið: Rekstrarleigusamningur við Gistiheimili Íslands ehf.
Samningurinn borinn upp og samþykktur samhljóða.

Lilja tekur aftur sæti á fundinum.

6. Tillaga fulltrúa B-lista um gjaldfrjáls námsgögn nemenda Hvolsskóla.
Fulltrúar B-lista leggja til að efnisgjald sem foreldrar hafa greitt fyrir námsögn barna sinna í Hvolsskóla verði felld niður frá og með næsta skólaári 2018-2019  og fengju nemendur í 1-10. bekk þá stílabækur, blöð, plastvasa og möppur ýmiskonar sem þörf er á frá skólanum, endurgjaldslaust.
Auk þess leggjum við til að nemendum í 1. bekk ár hvert verði afhentur endurgjaldslaust grunnpakki með ritföngum þ.e. blýantar, strokleður, litir o.s.frv. skv. því sem skólinn leggur upp með sem grunnþörf  við upphaf skólagöngu.
Kostnaður vegna tillögunnar væri um 1 milljón króna á ársgrundvelli.  

Greinargerð:
Samkvæmt upplýsingum frá skólastjóra er staðan þannig í dag að foreldrar nemenda í 1.-7. bekk greiða um það bil 3000 krónur á ári, aðeins mismunandi eftir bekkjum, fyrir námsgögn sem skólinn sér um að panta í gegnum heildsölu. Það eru stílabækur, möppur og annað slíkt. Foreldrar þurfa að sjá til þess að nemendur séu með öll ritföng, þ.e. blýanta, strokleður, liti og skæri sem og vasareikni eftir því sem við á, í töskunum. Inni í stofum er þó eitthvað af ritföngum og vasareiknum til að grípa til ef einhvern vantar. 
Fyrir nokkrum árum greiddu foreldrar efnisgjöldin fyrir öllum námsgögnunum og ritföngum en skólinn sá um að versla þau í gegnum heildsala. Það gafst ekki vel. Nemendur báru litla virðingu fyrir ritföngum sem fundust gjarnan brotin og eyðilögð á lóð skólans og sífellt þurfti því að endurnýja hlutina. 
Foreldrar nemenda í 8.-10. bekk sjá alfarið um að kaupa námsgögn fyrir sín börn. 
Með því að útvega  nemendum í 1. bekk ritfangapakka ættu allir nemendur að sitja við sama borð í upphafi skólagöngu. Hins vegar er einnig verið að stuðla að ábyrgri neyslu skv. 12. markmiði sameinuðu þjóðanna með því að fela foreldrum og nemendum þá ábyrgð að varðveita það sem skaffað er í 1. bekk af ritföngum, og það yrði í höndum foreldra að fylla á og bæta í pennaveskið þau ár sem barnið á eftir af skólagögnunni, enda duga ritföng alla jafna fleiri en eitt skólaár og sumt í nokkur ár. 
Í Hvolsskóla hefur verið gríðarlega góð nýting á stílabókunum og þeim hlutum. Þær hafa verið geymdar í kössum nemenda og kláraðar á nýju skólaári, ef þær hafa ekki klárast.  Mikilvægt er að horfa til umhverfissjónarmiða. Við viljum sporna við sóun.
Tillagan er unnin í fullu samráði við skólastjóra. 
Lilja Einarsdóttir, B-lista
Benedikt Benediktsson, B-lista
Rafn Bergsson, B-lista

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

7.  Fundarboð: Aukaaðalfundur SASS: 
Tillögur að fulltrúum
Aðalmenn                                Varamenn
Anton Kári Halldórsson           Christiane L. Bahner
Elín Fríða Sigurðardóttir          Guðmundur Jón Viðarsson
Benedikt Benediktsson            Lilja Einarsdóttir
Rafn Bergsson                         Guri Hilstad Ólason

Aðrir fulltrúar
Christiane L. Bahner

Tillagan samþykkt samhljóða.

8. Fundarboð: Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. – 28. september 2018:
Tillögur að fulltrúum
Aðalmenn                               Varamenn
Lilja Einarsdóttir                     Benedikt Benediktsson
Anton Kári Halldórsson          Elín Fríða Sigurðardóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fundargerðir:
1. 7. fundur stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga 30.05.2018. Staðfest.
2. 56. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 29.05.2018. Staðfest. 
3. 32. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýlsu. 22.05.2018. Staðfest.
4. Aðalfundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. 22.05.2018. Staðfest.
5. 33. fundur Bergrisans 08.05.2018. Staðfest.
6. 532. fundur stjórnar SASS 03.-04.05.2018. Staðfest.
7. 860. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Staðfest.

Mál til kynningar:
1. Samgöngu- og sveitarstjórnarráð: Ný reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
2. Afmælisnefnd vegna aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.
3. Juris slf.: Upplýsingabréf vegna Rangárþings eystra vegna endurskoðunar ársins 2017.
4. Landskerfi bókasafna hf.: Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2018.
5. Jafnréttisstofa: Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum.
            Bréfinu vísað til kynningar í Jafnréttisnefnd Rangárþings eystra.
6. Aukaaðalfundur Bergrisans bs. 2018.
Tilgreindir fulltrúar Rangárþings eystra: 
Aðalmenn                               Varamenn
Anton Kári Halldórsson          Lilja Einarsdóttir
Elín Fríða Sigurðardóttir         Guri Hilstad Ólason
Christiane L. Bahner               Harpa Mjöll Kjartansdóttir
Rafn Bergsson                         Guðmundur Jón Viðarsson

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn fimmtudaginn 21. júní 2018, kl. 12:00.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:45.


 


Til baka