sub-banner-image

Vinnuskólinn

Vinnuskóli Rangárþings eystra er starfrækur á hverju ári frá byrjun júní fram í byrjun ágúst.

Unnið er við ýmiskonar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni, sem og hreinsun á grænum svæðum og lóðum hjá Rangárþingi eystra.

 

Tekið er við umsóknum á skrifstofu sveitarfélagsins Hlíðarvegi 16 eða í síma 488 4200.
Netfang vinnuskólans: vinnuskoli(hjá)hvolsvollur.is 
 

Markmið:

Í vinnuskólanum leggjum við m.a. áherslu á eftirfarandi:

Undirbúa unglinga fyrir vinnumarkaðinn, kenna þeim verklag, stundvísi og virðingu fyrir góðu dagsverki. Fegra og snyrta umhverfi okkar og halda því þannig. Viðhalda jákvæðri ímynd vinnuskólans og gera hann sýnilegri.

 

Verkstjórar:

 

Flokkstjórar:

 

Vinnufyrirkomulag  

Mæting er í Áhaldahúsinu á Ormsvelli klukkan 9:00

Unnið er frá kl. 9:00 til 16:00 með klukkutíma hádegispásu. Klukkan 10:30 og 14:30 eru 15 mínútna pásur þar sem krakkarnir borða nestið sitt.        

 

Tíma og verkskráning til útfyllingar: 

Tíma- og verkskráning.doc

Starfsreglur Vinnuskólans:

  • Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaður.
  • Mæta ber stundvíslega til vinnu og skila fullum vinnudegi.
  • Beiðni um leyfi eða frívikur afgreiða verkstjórar.
  • Ef veikindi eiga sér stað verða foreldrar eða forráðamenn að tilkynna veikindi símleiðis að morgni hvers dags sem barnið er veikt til verkstjóra. Nauðsynlegt er að útvega sér veikindavottorði á Heilsugæslustöðinni en síminn þar er 480-5106.
  • Fara skal vel með verkfæri, stunda vinnuna samviskusamlega og fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum leiðbeinanda.
  • Starfsfólk leggur sér sjálft til allan fatnað og skal hann vera samkvæmt aðstæðum og verkefnum. Öllum er ráðlagt að merkja fatnað og vinnuvettlinga, skó og stígvél.
  • Engin ábyrgð er tekin á fötum nemenda, reiðhjólum eða öðrum hlutum sem þeir hugsanlega taka með sér á vinnustað.
  • Notkun farsíma við vinnu er ekki heimil.
  • Einelti og ofbeldi er litið alvarlegum augum í vinnuskólanum.