HVO0957 (Medium).jpg


Íþróttamiðstöð


Miklar byggingarframkvæmdir voru kláraðar sl. haust við íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli . Íþróttaaðstaðan hefur verið byggð upp í áföngum í gegnum tíðina. Búið er að byggja upp búningsklefa utanhúss við aðkomuna vestan sundlaugar. Um er að ræða einfalda byggingu úr timbri 80 m2 að stærð.

Einnig er búið að klára á 1. hæð búningsklefa sem ætlaðir eru fyrir íþróttahúsið og útiíþróttir. Á efri hæð er fullbúinn æfingasalur. Samtals er tengibyggingaráfanginn um 345 m2.

Hönnuðir fyrrnefndra mannvirkja eru Teiknistofa arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf og Mannvit ehf verkfræðistofa.


Tengibygging og breytingar á íþróttamiðstöð:

Kynningarteikning 1 - Grunnmynd 1. hæðar og ásýnd vestur

Kynningarteikning 2 - Grunnmynd 2. hæðar og ásýnd austur