19.01.2016

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra


Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst til kynningar eftirfarandi deiliskipulagstillaga ásamt umhverfisskýrslu. 
Rauðsbakki – Deiliskipulag ásamt umhverfisskýrslu
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta jarðarinnar Rauðsbakka, Austur-Eyjafjöllum. Tillagan gerir ráð fyrir að afmörkuð verði um 5,7 ha lóð fyrir ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir allt að 1.440m² byggingu á einni hæð. Innan byggingar geta verið allt að 30 gistirými ásamt tilheyrandi þjónustu. 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst til kynningar eftirfarandi lýsing aðalskipulagsbreytingar í Rangárþingi eystra.  
Aðalskipulagsbreyting fyrir Hamragarða/Seljalandsfoss, Guðnastaði/Skækil, Sámstaði og Réttarfit. 
Lýsingin tekur til breytingartillögu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingartillagan tekur til eftirfarandi. Breyting á landnotkun, skilgreining og afmörkun flugbrautar í landi Skækils/Guðnastaða í Austur-Landeyjum. Breyting á frístundasvæði í landi Sámsstaða í Fljótshlíð. Breyting á frístundasvæði í landi Réttarfitjar í Fljótshlíð. Afmörkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis og breyting á legu Þórsmerkurvegar við Hamragarða og Seljalandsfoss undir Vestur-Eyjafjöllum.

Deiliskipulagstillaga ásamt umhverfisskýrslu fyrir Rauðsbakka verður til kynningar á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli, föstudaginn 22. janúar 2016, frá 10:00 – 12:00. 

Lýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir Hamragarða/Seljalandsfoss, Guðnastaði/Skækil, Sámsstaði og Réttarfit, er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 22. janúar 2016. Ábendingum varðandi lýsinguna má koma til skipulagsfulltrúa á netfangið bygg@hvolsvollur.is fyrir 4. febrúar 2016.   

Einnig má nálgast lýsinguna hér


F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi 


Til baka