22.03.2017

Auglýsing um skipulagsmál 22. mars 2017


Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýstar eftirfarandi deiliskipulagstillögur í Rangárþingi eystra. 

Lambafell – Deiliskipulagsbreyting
Tillagan gerir ráð fyrir að byggingarreitur nr. 2, þar sem gert var ráð fyrir byggingu skemmu sé felldur niður. Í staðinn er gert ráð fyrir 15 lóðum og byggingarreitum fyrir smáhýsi sem hugsuð eru til útleigu. Stærð hvers smáhýsis getur verið allt að 30m². Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags.

Núpsbakki 1 – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagssvæðið tekur til um 7,5 ha úr jörðinni Núpsbakki 1, Rangárþingi eystra. Tillagan tekur til fjögurra byggingarreita, fyrir stækkun núverandi íbúðarhúss og fjárhúss, fyrir byggingu nýs íbúðarhúss og nýs frístundarhús.  

Skíðbakki, Bryggjur – Deiliskipulagstillaga

Tillagan tekur til um 2,6 ha landspildu úr jörðinni. Gert er ráð fyrir þremur byggingarreitum fyrir byggingu íbúðarhúss, viðbyggingu við núverandi gestahús og nýtt gestahús.

Hvolsvöllur, tengivirki – Deiliskipulagstillaga
Tillagan gerir ráð fyrir núverandi lóð verði skipt upp í tvær lóðir. Á annarri lóðinni verður heimilt að reisa allt að 700m² aðveitustöð á einni til tveimur hæðum. Hámarkshæð húss verður 11 m. Aðveitustöðinni er ætlað að hýsa allt að 66 kV rofabúnað til tengingar við þær línur og strengi sem koma í tengivirkið. Öll starfsemi skal fara fram innanhúss en ekki er gert ráð fyrir tengivirki utanhúss á lóðinni. Á hinni lóðinni verður heimilt að stækka núverandi aðveitustöð í allt að 150m². Hámarkshæð húss verður 7 m. Einnig verður heimilt að reisa á lóðinni allt að 3000m² lagerhúsnæði sem leysir af hólmi hluta núverandi lagersvæða. Hámarkshæð lagershúss verður 7,5 m.

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi lýsing deiliskipulagstillögu í Rangárþingi eystra. 

Miðdalur – Lýsing deiliskipulags

Lýsing deiliskipulagstillögu tekur til tveggja lóða úr landi Miðdals, Rangárþingi eystra. Markmið skipulagsins er uppbygging íbúðarhúsa og gestahúsa á spildunum. Á báðum lóðunum er áformað að byggja íbúðarhús og gestahús þar sem boðið verður upp á gistingu.

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi lýsing aðalskipulagsbreytingar í Rangárþingi eystra. 

Rauðsbakki – Aðalskipulagsbreyting

Rangárþing eystra leggur fram lýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir Rauðsbakka, Austur-Eyjafjöllum, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í að landbúnaðarsvæði er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Jörðin Rauðsbakki er um 58 ha að stærð. Aðalskipulagsbreytingin tekur til um 5,7 ha á jörðinni, sem ætlaðir eru fyrir uppbyggingu hótels/gististaðar.  

Ofangreindar skipulagstillögur og lýsingar er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 27. mars 2017. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við auglýstar deiliskipulagstillögur, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 8. maí 2017. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli. 
Ábendingum varðandi lýsingar aðalskipulagsbreytingar fyrir Rauðsbakka og deiliskipulagstillögu fyrir Miðdal, má koma til skipulagsfulltrúa á netfangið bygg@hvolsvollur.is fyrir 10. apríl 2017. 


F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi 

Til baka