Markmið með þjónustu við fatlaða er að skapa þeim forsendur til að lifa sem eðlilegustu lífi. Fatlaðir eiga rétt á almennri þjónustu sem veitt er af Félagsþjónustunni á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Sá sem býr utan stofnunar og er andlega eða líkamlega fatlaður getur sótt um að fá einstakling (liðveitanda) sér til aðstoðar. Markmiðið með liðveislu er að rjúfa einangrun, veita persónubundinn stuðning og efla þannig einstaklinginn. Í sumum tilvikum eiga fatlaðir rétt á akstursþjónustu.