Algengar spurningar 

Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa á eigin heimili sem lengst við sem eðlilegastar aðstæður. Þrátt fyrir að erfiðleikar steðji að, svo sem vegna veikinda, fötlunar eða fjölskylduaðstæðna.

 

Hvað er félagsleg heimaþjónusta?  Með félagslegri heimaþjónustu er átt við hvers konar aðstoð við heimilishald, persónulega umhirðu, félagslegan stuðning, gæslu og umönnun barna og unglinga.

 

Hverjir eiga rétt á félagslegri heimaþjónustu? Þeir sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar.

 

Hvað felst í félagslegri heimaþjónustu? Algengustu þættir félagslegrar heimaþjónustu eru þrif, innlit og í sumum tilvikum heimsending matar og akstur þar sem fólk á langt í þjónustu.

 

Er greitt fyrir þjónustuna? Sveitarfélögin hvert fyrir sig setja sér reglur um kostnað vegna þjónustunnar. Oftast er hann tekjutengdur þannig að þeir sem hafa litlar tekjur greiða lágt eða ekkert gjald fyrir hana.

 

Hvað fæ ég mikla þjónustu? Sjúklingar þurfa að leggja fram læknisvottorð þegar þeir óska eftir þjónustu. Félagsráðgjafar og/ eða starfsmenn félagslegu heimaþjónustunnar hjá hverju sveitarfélagi fara á heimili fólks og hlusta á óskir þess og meta þjónustuþörfina.

 

Hverjir veita þjónustuna? Get ég fengið ættingja mína til þess að veita mér þjónustu? Starfsmenn félagslegu heimaþjónustunnar hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig veita þjónustuna. Það er undantekning ef ættingjar eru ráðnir til þess.

 

Hvert sný ég mér ef ég óska eftir félagslegri heimaþjónustu? Starfsmenn Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu (487 8125) taka á móti beiðnum um félagslega þjónustu. 


Hér má finna upplýsingar á heimasíðu Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu 

Umsókn um félagslega heimaþjónustu - eyðublað