Fræðslunet Suðurlands er símenntunarmiðstöð sem sér um og skipuleggur námskeið fyrir fullorðið fólk.  Námskeiðin eru af ýmsum toga bæði starfstengd- og tómstundanámskeið. Flest námskeiðanna eru auglýst á vefsíðu Fræðslunetsins og tvisvar á ári er gefinn út námsvísir þar sem auglýst eru námskeið fyrir allan almenning. Einnig skipuleggur Fræðslunetið námskeið eftir óskum fyrirtækja og stofnana. Fræðslunetið gerir föst verðtilboð í námskeið sem haldin eru eftir óskum aðila.

 
Fræðslunetið á Hvolsvelli er í húsnæði Tónlistarskóla Rangæinga, við hlið Héraðsbókasafns Rangæing og Hvolsskóla. Skrifstofan er opin miðvikudaga og fimmtudaga 9-16 og föstudaga 9-12. Sími: 483 5189/852 2155. Sjá meira hér.