Viðbrögð vegna öskufalls

Útgefið efni frá Almannavörnum:
Öskufall - leiðbeiningar um viðbúnað fyrir, eftir og meðan á öskufalli stendur
Hætta á heilsutjóni vegna gosösku - leiðbeiningar fyrir almenning

Fyrir okkur mannfólkið:
Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur gefið út greinagóðar leiðbeiningar um viðbúnað fyrir, eftir og á meðan á öskufalli stendur - sjá nánar á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Neysluvatn
Sveitarstjórn hefur haft samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og óskað eftir samstarfi um eftirlit með neysluvatni.  Flestar veitur eru öruggar hvað varðar frágang vatnsbóla en vert er að hvetja fólk til að vera á verði gagnvart vatninu og huga að vatnsbólunum.  Veiturnar í Krappa og Tungu eru lokaðar og vatnið kemur allt úr iðrum jarðar.  Vestmannaeyjaveitan fylgist vel með sínum vatnsmálum og hefur ekki orðið vör við breytingar til hins verra.  Þeir sem hafa áhyggjur af gæðum vatnsins geta tekið sýni og komið því á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16 á Hvolsvelli. Mikilvægt er að merkja sýnið vel með dagsetningu og úr hvaða veitu það er.
 
 
Fyrir búfénaðinn:
Samantekt frá Sigurði Sigurðarsyni dýralækni: Áhrif eldgosa á dýr

Útigangsfénaður
Ef öskufall verður er talsverð hætta á flúormengun og er útigangi þá hætta búin. Besta leiðin til að forða hrossum og öðrum fénaði frá flúoreitrun er að koma þeim inn í hús og gefa þeim þar. Víða eru hross á útigangi og hvorki húsnæði fyrir hendi né eru hrossin vön því að ganga í hús. Ekki er við því að búast að menn geti brugðist við með því að hýsa í öllum tilfellum. 
Það eina sem hægt er að gera er að gefa hrossunum vel og láta þau aldrei þurfa að leita í hagana. Hugsanlega þarf að girða til bráðabirgða og þrengja að þeim ef grösin eru farin að lifna. Þá er mikilvægt að huga að brynningunni og passa að hrossin séu ekki að drekka mengað vatn.