07.04.2017

Ferðafélag Íslands auglýsir eftir skálavörðum í sumar


Skálaverðir óskast!
Ferðafélag Íslands leitar að skálavörðum til starfa í Langadal í Þórsmörk og
í Botnum á Emstrum í sumar. Leitað er eftir starfsfólki á aldrinum 25 ára og
eldri sem getur starfað í að minnsta kosti í þrjár vikur yfir sumartímann en
einnig býðst starf yfir allt sumarið.

Starfið er launað og felst í móttöku gesta, þrifum og samskiptum við
ferðaþjónustuaðila, svo dæmi séu tekin. Viðkomandi skal hafa/öðlast góða
þekkingu á Þórsmerkursvæðinu / Emstrum og Fjallabaki, gönguleiðum og
náttúru. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir ríkri þjónustulund, hafi góða
enskukunnáttu og sé greiðvikinn. Handlægni er kostur.

Ef þú hefur áhuga, þá vinsamlegast sendu póst með ferilskránni þinni
á fi@fi.is fyrir 20. apríl, og láttu póstinn heita: Skálavarsla.


Til baka