14.07.2017

Málverkasýning á verkum Ólafs Túbals


Málverkasýning á verkum Ólafs Túbals listmálara frá Múlakoti í Fljótshlíð verður opnuð í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli laugardaginn 8. júlí kl. 15:00 og stendur til 20. ágúst.

Á sýningunni verða myndir úr eigu hjónanna í Múlakoti, Sigríðar Hjartar og Stefáns Guðbergssonar. Einnig myndir í eigu Skógasafns og sjaldséðar myndir í einkaeigu.


Sýningarstjóri er Katrín Óskarsdóttir.

Ólafur Karl Óskar Túbalsson, betur þekktur sem Ólafur Túbals (13. júlí 1897 – 27. apríl 1964) var íslenskur myndlistarmaður, gestgjafi og bóndi að Múlakoti í Fljótshlíð.

Ólafur var sonur hjónanna Túbals Magnússonar og Guðbjargar Þorleifsdóttur, en hún ræktaði landsfrægan lystigarð í Múlakoti. Ólafur fékk fyrstu tilsögn í myndlist hjá Ásgrími Jónssyni. Hann var við nám við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn árið 1928–1929. Margir vinir Ólafs dvöldu meðal listamanna í Múlakoti á sumrin, þar á meðal Gunnlaugur Scheving, Jón Engilberts, Kristín Jónsdóttir og Júlíana Sveinsdóttir. Ólafur var leiðsögumaður danska listmálarans Johannes Larsen sem ferðaðist um Ísland sumurin 1927 og 1930.

Aðgangur að sýningunni er ókeypis. 

Til baka