09.10.2017

Guðrún Sveinsdóttir 100 ára í dag


Guðrún Sveinsdóttir á 100 ára afmæli í dag 

Guðrún, sem er búsett á Kirkjuhvoli, hélt upp á daginn í gær, sunnudag, með fjölskyldu og vinum. Þar spilaði Leifur, sonur Guðrúnar, á gítar en þess má geta að hann varð 80 ára þann 4. október sl. Grétar Geirsson frá Áshól spilaði á harmonikku og Leifur Gunnarsson barnabarnabarn spilaði á kontrabassa.

Ísólfur Gylfi Pálmason gaf Guðrúnu gjöf frá sveitarfélaginu í tilefni dagsins.

Hún afþakkaði allar afmælisgjafir. Guðrún, afkomendur og fjölskyldur þeirra gáfu Kirkjuhvol  Follo-Futura 20 kg æfingatrissu með tveim handföngum 
Kirkjuhvoll þakkar kærlega fyrir höfðinglega gjöf


Ljósmyndirnar hér fyrir neðan tók Leifur Wilberg barnabarnabarn Guðrúnar


3 bekkur í Hvolsskóla kom í dag og söng fyrir Guðrúnu afmælissöngin og fleirri lög. Þau færðu henni einni teikningar og fleirra sem þau höfðu útbúið handa henni.

Afmælisbarnið


Guðrún, Leifur sonur hennar og Ólöf Guðbjörg hjúkrunarforstjóri.

Ísólfur Gylfi færir Guðrúnu gjöf frá sveitarfélaginu


 

 

 

 

 

 


Til baka