11.10.2017

Líkamsstaða og vinnustöður


Fimmtudaginn 12. október nk., kl. 19:30 mun Unnur Lilja Bjarnadóttir, sjúkraþjálfari, halda fyrirlestur í Litla salnum í Hvolnum sem hún nefnir Líkamstaðan og vinnustöður.

Fyrirlesturinn fjallar um mikilvægi réttrar líkamsstöðu við leik og störf. Sérstaklega verður farið yfir vinnustellingar þeirra sem vinna við skrifborð.

 

Fróðlegur fyrirlestur sem allir geta nýtt sér til að bæta aðstöðu sína á vinnustaðnum.

Allir eru hjartanlega velkomnir og fyrirlesturinn er hluti af Heilsuvikunni 2017.


Til baka