07.11.2017

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra


Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra


Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi deiliskipulagstillögu.
Gunnarsgerði – Deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum þann 11. maí 2017, tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Gunnarsgerði á Hvolsvelli. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar. Óverulegar breytingar á tillögunni voru gerðar eftir auglýsingu. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýstar eftirfarandi deiliskipulagstillögur í Rangárþingi eystra. 
Kvoslækur – Deiliskipulagstillaga
Tillagan tekur til um 40 ha. lands úr jörðinni Kvoslækur, Fljótshlíð. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu allt að 8 íbúðarhúsa á um 5 ha. lóðum hver. Heimilt verður að byggja íbúðarhús, gestahús og geymslu. Nýtingarhlutfall lóða verður 0,01 í samræmi við aðalskipulag Rangárþings eystra.  

Miðdalur – Deiliskipulagstillaga
Tillagan tekur til lóðarinnar Miðdals A2, Vestur-Eyjafjöllu, sem er um 4 ha. að stærð. Gert er ráð fyrir að lóð verði skipt upp í tvær lóðir. Tillagan tekur til nýbygginga fyrir íbúðarhús, gestahús og geymslu/bílskúrs. 

Ofangreindar skipulagstillögur fyrir Kvoslæk og Miðdal er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 13. nóvember 2017. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við auglýstar deiliskipulagstillögur, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 29. desember 2017. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli. F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi 

Til baka