09.01.2018

Rangárþing eystra auglýsir laust starf


Heilbrigð sál – hraustur líkami.


Umsjónarmaður 60+


Við auglýsum eftir umsjónarmanni til þess að halda utan um fjölbreytta líkamsrækt fyrir 60 ára og eldri íbúa Rangárþings eystra  í íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. Vinnutími er samkomulagsatriði, en æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Um hlutastarf er að ræða – og fleiri ein einn gætu séð um umsjónina.
Umsjónarmaðurinn þarf helst að öllu vera íþróttafræðingur / íþróttakennari eða sjúkraþjálfari. Ef ekki tekst að ráða  umsjónarmann með þá  menntun kemur einnig til greina að ráða einkaþjálfara með tilskilin réttindi. 

Umsjónin er:

Að hjálpa þátttakendum til þess að gera sér áætlanir og markmið til þess að fara eftir.
Fólgin í því að kenna á líkamsræktartæki og notkun þeirra.
Að hvetja til  gönguferða, sundiðkunar og útivistar
Að sjá til þess að þátttakendur geti stundað líkamsrækt – sér til ánægju og yndisauka til framtíðar.

Umsóknum skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins í Félagsheimilinu Hvoli fyrir miðvikudaginn 17. janúar n.k. 

Þátttakendur 67 ára á árinu og eldri geta tekið þátt í verkefninu sér að kostnaðarlausu þeir sem yngri eru eiga möguleika á að kaupa líkamsræktarkort og eða sundkort. Þátttakendur eru hvettir til þess að skrá þátttöku í Íþróttamiðstöðunni á Hvolsvelli. 
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Rangárþings eystraTil baka