13.02.2018

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra


Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýstar eftirfarandi deiliskipulagstillögur í Rangárþingi eystra. 
Moldnúpur – Deiliskipulagsbreyting
Breytingartillagan tekur til gildandi deiliskipulags fyrir Moldnúp. Breytingin tekur til byggingar allt að 200m² einbýlishúss og aðkomu að því. Samhliða er leiðrétt afmörkun byggingarreita á Moldnúpi 1 og 2. 

Dægradvöl – Deiliskipulagstillaga
Deiliskipulagstillagan tekur til hluta af lóðinni Strönd II lóð ln. 195393. Tillagan tekur til byggingar allt að 40m² gestahúss og 30m² geymslu. 

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi lýsing deiliskipulagstillögu í Rangárþingi eystra. 
Lambafell – Lýsing deiliskipulagstillögu
Lýsingin tekur til lóðar sem skipt verður úr jörðinni Lambafelli. Fyrirhugað er að byggja á lóðinni allt að 90 herbergja hótel auk þjónustubyggingar. Áætlað heildar byggingarmagn verður allt að 2500m² í nokkrum stakstæðum húsum með tengibyggingum á milli þeirra. Miðað er við að framkvæmdin verði áfangaskipt. 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst til kynningar eftirfarandi lýsing aðalskipulagsbreytingar í Rangárþingi eystra.  
Brúnir, Eystra-Seljaland, Eyvindarholt, Guðnastaðir, Ráðagerði og Vesturskák – Lýsing aðalskipulagsbreytingar
Rangárþing eystra leggur fram lýsingu aðalskipulagsbreytingar. Lýsingin tekur til eftirfarandi breytinga. Brúnir, breyting í verslunar- og þjónustusvæði, Eystra-Seljaland, breyting í verslunar- og þjónustusvæði, Ráðagerði, breyting í frístundasvæði, Eyvindarholt (Langhólmi), breyting í frístundasvæði, Vesturskák, breyting í verslunar- og þjónustusvæði og Guðnastaðir, breyting í flugbraut. 

Ofangreindar skipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 19. febrúar 2018. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við auglýstar deiliskipulagstillögur, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 2. apríl 2018. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli. 
Ábendingum varðandi lýsingar aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulagstillögu fyrir Lambafell, má koma til skipulagsfulltrúa á netfangið bygg@hvolsvollur.is fyrir 28. febrúar 2018. 


F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi 

Til baka