23.03.2018

Vel heppnaðir Bach tónleikar í þremur kirkjum Rangárþings


Miðvikudagskvöldið 21. mar, voru haldnir síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Bach í þremur kirkjum. Tónleikarnir voru haldnir í Oddakirkju, Krosskirkju og nú síðast í Hlíðarendakirkju. Tónleikaröðin var skipulögð af fiðluleikaranum Rut Ingólfsdóttur og fékk hún til liðs við sig kirkjukóra Breiðabólsprestakalls og Odda- og Þykkvabæjarkirkna en þau Kristín Sigfúsdóttir og Guðjón Halldór Óskarsson stjórna kórunum. Einnig sungu einsöngvararnir Sigríður Aðalsteinsdóttir, Aðalheiður M. Gunnarsdóttir og Bjarni Guðmundsson á tónleikunum.

Tónleikarnir tókust einstaklega vel og er öllum listamönnunum færðar góðar þakkir fyrir. Rut Ingólfsdóttir fær sérstakar þakkir fyrir elju sína við undirbúninginn og fyrir að halda utan um þessa tónleikaröð.


Til baka