07.06.2018

Lagning ljósleiðara í sveitarfélaginu


Ljósleiðarakerfi - 2. áfangi.
Í 2. áfanga ljósleiðarakerfisins er áformað að ljúka við lagningu ljósleiðara til notenda í Austur- og Vestur Landeyjum, Fljótshlíð, og til notenda dreifbýli kringum Hvolsvöll.  Samtals hafa 214 notendur óskað eftir að fá tengdan til sín ljósleiðara, þar af eru um 65% umsókna frá lögheimilum, notendum með atvinnustarfsemi o.þ.h., en um 35% frá notendum í sumarhúsum.
Plægingu röra fyrir stofnleiðir meðfram þjóðvegi 1 og Fljótshlíðarvegi lauk að mestu á síðasta ári, en plæging hófst að nýju þegar frost var farið úr jörðu í lok apríl s.l., og gengur prýðilega.  Nú stendur yfir plæging leggs milli Landeyjahafnar og þjóðvegar 1, auk heimtauga til notenda á þeirri leið, en að þeim hluta loknum er áformað að plægja heimtaugar til notenda í Fljótshlíð.  Þannig er stefnt að því að hægt verði að tengja notendur hvers svæðis fyrir sig strax og lagningu og tengingu strengja lýkur á hverju svæði.


Til baka