11.06.2018

Kristjana Jónsdóttir hannaði Fullveldispeysuna 2018


Þann 9. júní sl. var tilkynnt um sigurvegara í prjónasamkeppninni Fullveldispeysan 2018. Úrslitin voru tilkynnt á prjónahátíðinni Prjónagleði sem fór fram á Blönduósi 8. - 10. júní sl.

Það er skemmst frá því að segja að Kristjana Jónsdóttir frá Hvolsvelli sigraði í keppninni og var umsögn dómnefndar eftirfarandi:

1. verðlaun - Kristjana K. Jónsdóttir 
Umsögn dómnefndar:
Fallegt litasamspil; leikið með náttúrulega gráa tóna íslensku ullarinnar. Skýr skírskotun í sögu og náttúru landsins í fortið og nútíð. Snið sem hentar flestum, tilvalin til að nota við ýmis tilefni. Hentar báðum kynjum, fullorðnum samt sem börnum.

Frú Eliza Reid, forsetafrú Íslands, tilkynnti um sigurvegara í hátíðarkvöldverði Prjónagleðinnar.

Það var Textílsetur Íslands sem stóð að þessari hönnunarsamkeppni Í tilefni aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands þann 1. desember 2018. Markmiðið var að draga fram samlíkingu á milli fortíðar og nútíðar í menningu og sögu lands og þjóðar með tilvísun til fullveldis Íslands.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Prjónagleði og facebook síðu hátíðarinnar.

Myndin af peysu Kristjönu er frá Prjónagleði. Ljósmyndari er Elena Teuffer


Til baka