Innsendar hugmyndir

Eftir að hugmyndir hafa verið sendar inn eru þær birtar hér að neðan. Miðað er við að þær komi inn næsta virka dag eftir að þær berast vefstjóra.

***

Sameiginlegur gróðurreitur

Hugmyndin er að búa til sameiginlegan gróðurreit fyrir þær plöntur og tré sem að fólk er að fjarlæga úr görðunum sínum en vilja kannski ekki endilega henda á haugana, en þau bara henta ekki því garðskipulagi sem er nú í gildi í garðinum. Mikið af fólki veitir garðinum sínum mikla hlýju og umhyggju og finnst oft sárt að setja bara tréin á ruslahaugana. Ef vel tekst gæti þetta orðið stórkostlega fallegt og gæti dregið að túrista til að ganga í gegnum garðinn.

***

 Já, ég er með góða hugmynd! Það vantar almenningsgarð hér á Hvolsvelli. Gamli róló er tilvalinn staðsetning að mínu mati því þar er skjólsælt og stutt í miðbæinn. Þarna eru líka nokkur leiktæki fyrir börn. Gaman væri að planta fallegum og fjölbreyttum gróðri skipulega á þetta svæði og útbúa góðan lund með borðum og bekkjum.
Þarna eru góð skilyrði til hvers konar ræktunar og væri því tilvalið að koma upp nokkrum ávaxtatrjám. Ef vel tækist til gætum við notið blóma þeirra á vorin og ávaxtanna á haustin!
Síðastliðin sumur hefur Leikhópurinn Lotta sett upp útileiksýningu fyrir börn á Gamla róló sem hefur mælst afar vel fyrir og umhverfið verið eins og hluti af sviðsmyndinni.
Þetta yrði góður staður til að setjast niður með nesti hvort sem maður er gestkomandi eða heimamaður. Dæmi um svona garð er t.d. Skallagrímsgarður í Borgarnesi og Bjössaróló í sama bæ, sem er leiksvæði fyrir börn.
Ef það er eitthvað vit í þessari hugmynd þá veit ég um nokkra áhugasama einstaklinga sem vildu gjarnan leggja hönd á plóg til að svona garður verði að veruleika :)

***

Íþrótta og Æskulýðsráð

Kæra Íþrótta og Æskulýðsráð við krakkarnir á Hvolsvelli höfum mjög mikinn áhuga á Parkour og við værum mjög glöð með það ef þið gætuð fengið einhvern til að smíða Parkourvöll.

Kær Kveðja.
Benedikt Óskar Benediktsson og Óli Jón Ólason

***

Ruslatunnur

 

Jæja, hvernig væri að fjölga ruslatunnum í þorpinu?  Það er alveg hræðilegur ruslatunnuskortur, og þær fáu sem eru , sjaldan 

tæmdar svo útúr flóir stundum.  Það er t.d.  ætlast til að við hundafólk tínum upp eftir hundana okkar og það er alveg 

sjálfsagt. En það er nú eilítið huggulegra að geta losað sig við pokann svona innan kílómeters myndi ég segja.  Það er ekki 

ruslatunna í augsýn frá Hlíðarvegi og alla leið upp fyrir þorpið, þar sem ein er við bekkinn við göngustíginn.  Þetta er mjög 

bagalegt og ekki til þess fallið að hvetja fólk til að ganga vel um ef það getur ekki losað sig við ruslið. 
Takk fyrir, gönguhrólfur og hundaeigandi.

***

Útsýnisstaður vestan við Hvolsvöll

 

Ég ek mikið um þjóðveg 1, þar sem er ein besta sýn til Heklu, þ.e.a.s. í vellinum vestan Hvolsvallar.
Á þessum kafla skapast oft hætta, vegn ferðamanna sem stoppa út í kanti til myndatöku.
Þess vegna hvet ég sveitarstjórn til viðræðna við Vegagerðina um byggingu útsýnisstaðar á ákjósanlegum stað með tilliti til 

útsýnis til Heklu.
Ekki myndi saka að ávalt væru hestar í hólfi í nágrenni við þennann stað, því þeir hafa mikið aðdráttarafl á ferðafólk til 

myndatöku.

Með vinsemd og virðingu.
Hákon Mar Guðmundsson.