22.03.2017

Laus störf á Kirkjuhvoli

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvoll auglýsir eftir starfskrafti í eldhús og starfskrafti í félagsstarf.


Starfskraftur í eldhús. 
Vaktavinna, um framtíðarstarf gæti verið að ræða – hæfniskröfur. Gott væri ef umsækjandi gæti byrjað sem fyrst.
Reynsla af störfum í mötuneyti æskileg – viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og sinnt matseld 
Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
Stundvísi og áreiðanleiki 

Starfskraftur í félagstarf / handavinnu
Dagvinna, um framtíðarstarf gæti verið að ræða . Starfsmaður sér um handavinnu 2 x í viku.
Þekking á handverki – æskileg
Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
Stundvísi og áreiðanleiki

Nánari upplýsingar veitir Ólöf Guðbjörg hjúkrunarforstjóri og Sigurborg matráður í síma 487-8108 eða á netfangið kirkjuhvoll@hvolsvollur.is Greitt er skv kjarasamningum SGS og Sambandi íslenskra sveitafélaga. 
Umsókn má skila rafrænt á netfangið kirkjuhvoll@hvolsvollur.is  eða koma með hana beint á Kirkjuhvol og þarf að fylgja henni upplýsingar um menntun, fyrri störf og tilgreina meðmælenda.


Til baka

Myndir með frétt