- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Að venju verður mikið um að vera í Rangárþingi eystra á þjóðhátíðardegi okkar þann 17. júní nk. enda hefðbundin hátíðarhöld á fjórum mismunandi stöðum.
Þau sem eiga íslenska þjóðbúninga eru hvött til að mæta í þeim á hátíðarhöldin en þjóðbúningar setja ávallt skemmtilegan blæ á daginn.
Njálsbúð, Vestur-Landeyjar kl. 13:30
Kvenfélagið Bergþóra heldur 17. hátíðlega venju samkvæmt í Njálsbúð. Byrjað verður á því að skrá í víðavangshlaupið margfræga og svo verður meira skemmtilegt sprell í framhaldinu. Kaffihlaðborð Bergþórukvenna verður á sínum stað. Verðið er 1500 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. 6 - 14 ára, 1000 kr fyrir eldri borgara og frítt fyrir leikskólabörn. Enginn posi á staðnum.
Heimaland, Vestur-Eyjafjöll kl. 14:00
Kvenfélagið Eygló og Umf. Trausti standa að hátíðarhöldunum á Heimalandi. Dagskráin verður með sama sniði og áður en fjallkona ávarpar hátíðarhöldin, farið verður í leiki og keppt í 60 m. hátíðarhlaupi. Boðið verður upp á kaffihlaðborð og verðið er 1.500 kr. fyrir 14 ára og eldri.
Goðaland í Fljótshlíð kl. 15:00
Í Goðalandi verða hefðbundin hátíðarhöld en þó með afmælisívafi því Kvenfélagið Hallgerður verður 100 ára þann 24. júní nk og haldið verður upp á það. Kaffihlaðborð verður á staðnum en verð er 1.500 kr. fyrir fullorðna, 500 kr fyrir grunnskólabörn og frítt fyrir yngri en 6 ára. Munið að enginn posi er á staðnum.
Hvolsvöllur
Hátíðarhöldin á Hvolsvelli verða með nokkuð hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár.
9:00 Morgunmatur í Hvolnum
10:00 - 12:00 Opið hús hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu, slökkviliðinu og lögreglunni. Á túninu við húsnæði Dagrenningar verður hestamannafélagið Geysir með hesta sem teymdir verða undir börn. Dagrenning mun selja blöðrur eins og sl. ár.
12:10 Skrúðganga frá Kirkjuhvoli. Lúðrasveitin flytur nokkur lög en skrúðgangan leggur af stað í átt að miðbæjartúninu kl. 12:30.
13:00 Hátíðardagskrá á miðbæjartúninu. Hoppukastalar verða á staðnum.
15:00 Suðurlandsdjazz í Sveitabúðinni Unu. Haukur Gröndal flytur vel valin djazzlög ásamt þeim Gunnari Hilmarssyni og Sigurgeir Skafta.
17:00 Hátíðarbíó í Hvolnum
21:00 Tónleikar með Magnúsi og Jóhanni á Midgard. Miðar verða seldir á Midgard í forsölu og á midix.is og við hurð.