Um helgina fer fram Landsmót íslenskra barnakóra á Hvolvelli og er þetta í 22.sinn sem tónmenntakennarafélag Íslands heldur mótið eða frá árinu 1977. Um 200 börn víðsvegar af suðvesturhorni landsins koma saman og bæði syngja og skemmta sér um helgina.

Í gærkvöldi nutu börnin samverunnar og sungu saman ýmsar dægurperlur frá ólíkum tímabilum en þema landsmótsins er Íslensk dægurlög.

Dagurinn í dag er löngu farinn af stað hjá börnunum og eru þau þegar mætt á fyrstu kóræfingu dagsins. Á milli æfinga er farið í söngsmiðjur, sund og margt fleira skemmtilegt. Foreldrar barna í Kórs Hvolsskóla sjá svo um veitingar handa börnunum enda mikið betra að syngja eftir góða skúffuköku og mjólkurglas. Í kvöld skemmta börnin sér svo á kvöldvöku. 

Á morgun sunnudag kl 14:00 verða svo tónleikar í Hvolnum sem eru opnir öllum og hvetjum við fólk til að mæta og hlusta á þennan fagra söng.

https://www.sudurlif.is/is/vidburdir/vidburdir/tonleikar-landsmots-barnakora