- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í gær var haldið fræðsluþing vitundarvakningar um kynferðislegt-, líkamlegt- og andlegt ofbeldi gegn börnum. Þessi fræðsluþing hafa verið haldin um allt land og eru hugsuð fyrir forvarnarfulltrúa, náms- og starfsráðgjafa, fólk er starfar við íþrótta- og æskulýðsmál, barnavernd, heilsugæslu og félagsþjónustu að ógleymdum sveitarstjónum og löggæslu. Á fræðsluþinginu voru margir fróðlegir fyrirlestrar um ofbeldi gegn börnum og umræður í hópum og það er ljóst að vitundarvakning sem þessi er nauðsynleg. Það var Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sem opnaði þingið með ávarpi.