Skólahérað Hvolsskóla er í austanverðri Rangárvallasýslu og nær frá Jökulsá á Sólheimasandi í austri að Eystri-Rangá í vestri.

Hvolsskóli er grunnskóli með nemendur á aldrinum 6 til 16 ára og starfar í 10 bekkjardeildum.

Skólanum er skipt í þrjú námsstig þ.e. yngsta stig, 1. til 4. bekkur, miðstig, 5. til 7. bekkur, og elsta stig, 8. til 10. bekkur.

Í skólanum eru um 230 nemendur.

Skólastjóri: Birna Sigurðardóttir
Netfang: skolastjori@hvolsskoli.is 
Sími: 488 4240
Heimasíða: http://hvolsskoli.is

Hvolsskóli vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar. Í henni er leitast við að allir viti hvaða hlutverki þeir gegni, komið sé til móts við þarfir hvers og eins, tekið tillit til þeirra og skýr mörk séu öllum ljós. Einnig er unnið með ART í öllum bekkjum skólans en þá er unnið með siðferði, reiðistjórnun og félagsfærni. Sjá nánar á www.isart.is  og í skólanámskrá Hvolsskóla á heimasíðu skólans

Grænn skóli og UNESCO-jarðvangsskóli
Hvolsskóli er Grænfánaskóli og UNESCO-Geo skóli og skólinn flokkar sorp og sinnir umhverfismálum. Umhverfisnefnd er starfandi í skólanum og í henni sitja auk hóps starfsmanna við skólann, einn nemandi úr hverjum bekk sem er jafnframt tengiliður bekkjarins. Síðastliði vor gengum við til liðs við Kötlu jarðvanginn og erum orðin UNESCO-Geo skóli og horfum fram á spennandi tíma í þeim efnum.

Samfella í skólastarfi

Að loknum skóladegi á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum tekur við samfellustarf ýmissa tómstundaaðila. Upplýsingar frá samfellustarfinu liggja fyrir að hausti og þá geta börn ásamt foreldrum sínum valið viðfangsefni fyrir veturinn. Valið er bindandi fram að áramótum.

 

 

Skólaskjól

Skólaskjólið er starfrækt frá skólabyrjun til skólaloka fyrir nemendur í 1. - 4. bekk. Það tekur við að loknum skóla hvern dag og er opið til kl. 16:15 mánudaga til fimmtudaga en til kl. 16 á föstudögum.

Umsjónarmaður Skjólsins er Ragnhildur Ásta Guðmundsdóttir. Hún hefur netfangið ragnhildur[hja]hvolsskoli.is
Beinn sími í Skólaskjólið er 841 8604 en einungis er svarað í hann eftir að Skjólið hefst á daginn.
Reglur Skjólsins og gjaldskrá er að finna á heimasíðu skólans og á heimasíðu sveitafélagsins

Skólastefna Rangárþings eystra 2022-2032

Skólastefna Rangárþings eystra 2022 - 2032

 Skólabílstjórar

Kristinn Stefánsson
861-8894

Magnús R. Guðmundsson
892-2488

Brynjar H. Magnússon / Alma Gulla Matthíasdóttir
867-7200 / 661-2401

Southcoast adventur/ Ársæll Hauksson
867-3535
Baldur Ólafsson
899-3380 / 4878732

Haraldur Konráðsson
893-4578

Sigurður Jónsson
898-8888 / 487-8660