Nú yfirgefur snjóbíllinn Gusi formlega vinnumarkaðinn, leggur skíðunum og mun hafa það náðugt í góðum höndum fagmannanna okkar á Samgöngusafninu í Skógarsafni.
Laugardaginn 1. Júní 2024, verður sem hér segir: Í Félagsheimilinu Hvoli „litla sal“ kjósa íbúar vestan Markarfljóts og Félagsheimilinu Heimalandi kjósa íbúar austan Markarfljóts
Vegna niðurstöðu fyrri könnunar á staðsetningu nýs körfuboltavallar við Hvolsskóla og áskoranir um stærri völl ákvað sveitarfélagið að setja fram aðra könnun. Bent er á að könnunin er opin til 4 júní nk.
Í haust hófst vinna hjá Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd í að skoða og rýna í samninga við íþróttafélög í sveitarfélaginu. Kallað var eftir gögnum síðustu ára frá íþróttafélögunum, horft í iðkendatölur, umfang, kostnað og aðra starfssemi.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.