220. fundur 03. nóvember 2022 kl. 08:15 - 09:50 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður Byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð ef einhverjar eru.
Fulltrúi B-lista ítrekar enn einu sinni mikilvægi þess að formaður byggðarráðs yfirfari fundargögn í fundargáttinni við útsendingu fundarboðs og gagna svo ekki komi fyrir að fylgiskjöl eða gögn vanti og komi í veg fyrir eða tefji góðan undirbúning fundarmanna.

Ingveldur Anna Sigurðardóttir, fulltrúi sýslumanns er á fundinum við útdrátt lóðaumsókna.

1.Umsóknir um lóð Hvolstún 19; lóðaúthlutun

2210014

Sjö umsóknir bárust vegna úthlutunar á lóðinni Hvolstún 19. Lóðin var ekki auglýst þar sem fyrri umsókn var dregin til baka. Páll Jóhannsson, Ingi Freyr Guðjónsson, Guðrún Ósk Birgisdóttir, Björgvin Bjarnason, Bjarni Már Bjögvinsson, Egill Þórarinsson og ETH ehf. sóttu um og eru þeir allir metnir hæfir skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins.
Bent er á að einstaklingar ganga fyrir samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins og því ekki dregið um umsókn ETH ehf. Guðrún Ósk Birgisdóttir og Björgvin Bjarnason eru skráð í sambúð og því teljast þau einn og sami aðilinn skv. 4. gr. í úthlutunarreglunum.

Fulltrúi Sýslumannsins á Suðurlandi, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, kom til fundar til að draga úr umsóknum um lóðina. Dregið var úr 5 umsóknum. Nöfn umsækjenda voru sett í ómerkt umslag og dró fulltrúi sýslumanns eitt nafn í senn af handahófi.
Lóðina hlaut, Páll Jóhannsson, til vara í eftirfarandi röð:
Bjarni Már Bjögvinsson
Ingi Freyr Guðjónsson
Egill Þórarinsson
Guðrún Ósk Birgisdóttir/Björgvin Bjarnason
ETH ehf

Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til Páls Jóhanssonar.

2.Umsóknir um lóð Hvolstún 21; lóðaúthlutun

2210015

Þrjár umsóknir bárust vegna úthlutunar á lóðinni Hvolstún 21. Lóðin var ekki auglýst þar sem fyrri umsókn var dregin til baka. Ingi Freyr Guðjónsson, Egill Þórarinsson og ETH ehf. sóttu um og eru þeir allir metnir hæfir.
Bent er á að einstaklingar ganga fyrir samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins og því ekki dregið um umsókn ETH ehf.

Fulltrúi Sýslumannsins á Suðurlandi, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, kom til fundar til að draga úr umsóknum um lóðina. Dregið var úr 2 umsóknum. Nöfn umsækjenda voru sett í ómerkt umslag og dró fulltrúi sýslumanns eitt nafn í senn af handahófi.
Lóðina hlaut Egill Þórarinsson, til vara í eftirfarandi röð:
Ingi Freyr Guðjónsson
ETH ehf

Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til Egils Þórarinssonar.
Lilja Einarsdóttir, vekur máls á vanhæfi sínu við afgreiðslu málsins þar sem verið er að taka afstöðu til hæfis umsækjenda. Lilja Einarsdóttir víkur af fundi undir afgreiðslu málsins.

3.Umsóknir um lóð Nýbýlavegur 46; lóðaúthlutun

2210017

Þrjár umsóknir bárust vegna úthlutunar á lóðinni Nýbýlavegur 46. Umsækjendur eru Leigufélagið Borg ehf, ÚG bygg ehf og BT mót ehf.
BT mót ehf. fyllir ekki kröfur um úthlutun í sveitarfélaginu þar sem fyrirtækið er með úthlutaðar lóðir og hefur ekki hafið framkvæmdir.
Fulltrúi Sýslumannsins á Suðurlandi, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, kom til fundar til að draga úr umsóknum um lóðina. Dregið var úr 2 umsóknum. Nöfn umsækjenda voru sett í ómerkt umslag og dró fulltrúi sýslumanns eitt nafn í senn af handahófi.
Lóðina hlaut Leigufélagið borg ehf og til vara ÚG bygg ehf.

Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum úthlutun lóðar til Legufélagið borg ehf.
Lilja Einarsdóttir kemur aftur til fundar.
Þóra Björg Ragnarsdóttir kemur inn á fund byggðarráðs undir þessum lið.

4.Umsóknir um lóð Dufþaksbraut 3a; lóðaúthlutun

2210090

Þormar Andrésson óskar eftir úthlutun á lóðinni Dufþaksbraut 3a. Nýtt staðfang lóðar er Dufþaksbraut 13a. Umrædd lóð er ekki laus til úthlutunar þar sem sveitarfélagið hefur ekki innkallað lóðina. Umsækjandi fékk lóðina úthlutaða 14. nóvember 2011 en gjöld hafa ekki verið innheimt af hálfu sveitarfélagsins og aldrei skrifað undir lóðarleigusamning.

Leitað var álits lögfræðings sem leggur til, vegna athafnaleysis sveitarfélagsins í málinu, að Þormar haldi lóðinni með þeim skilyrðum sem núverandi reglur um úthlun lóða segja til um. Einnig setur byggðarráð þau skilyrði að greidd verði lóðarleiga 4 ár aftur í tímann, þar sem eldri gjöld eru fyrnd.

Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.




Þóra Björg Ragnarsdóttir yfirgefur fund.

5.Kvennaathvarfið; ósk um styrk fyrir árið 2023

2210094

Lagt fram erindi Kvennaathvarfsins þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2022 að fjárhæð kr 200,000.
Byggðarráð hafnar erindinu. Rangárþing eystra hefur verið að styrkja Sigurhæðir sem er þjónusta af svipuðum toga á Suðurlandi og því nær þjónustuþegum okkar byggðalags.

6.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022

2210104

Lagður fram til umræðu og samþykktar viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022.
Með breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 var kveðið á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.

Í meðfylgjandi viðauka er búið að færa inn hlutdeild eftirfarandi stofnana í áætlun Rangárþings eystra fyrir árið 2022 :
Í A hluta:
Bergrisinn bs.
Brunavarnir Rangæinga bs.
Héraðsnefnd Rangæinga
Byggðasafnið í Skógum
Tónlistarskóli Rangæinga
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs.
Félagsþjónusta Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu
Skólaþjónusta Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu

Í B hluta:
Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.


Áætluð helstu áhrif á AB hluta:
Rekstrarniðurstaða lækkar um 5,8 m.kr.
Aðrar tekjur hækka um 239,9 m.kr.
Rekstrargjöld hækka um 208,4 m.kr.
Afskriftir hækka um 23,9 m.kr.
Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur hækka um 13,4 m.kr.
Fjárfesting eykst um 13,2 m.kr.

Ekki er hægt að meta áhrif á eignir og skuldir þar sem að í flestum áætlunum samstarfsverkefnanna vantar áætlaðan efnahag 2022.
Byggðarráð samþykkir, fyrir sitt leiti viðauka 1 með þremur samhjóða atkvæðum og leggur til við sveitarstjórn að hann verði samþykktur.

7.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Hótel Hvolsvöllur

2210091

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir hönd Sonata ehf. að Hlíðarvegi 7-11, Hvolsvelli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

8.Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu. 3.fundur

2210038

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 3. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti nýjar reglur um stuðningsþjónustu fyrir fólk 18 ára og eldra, nýjar reglur um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur þeirra og nýjar reglur um starfsfók félagsþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýlu sem veita stoð- og stuðningsþjónustu.
Fundargerð staðfest í heild.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

9.Fundagerð 74. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 24. október 2022

2210078

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 74. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
Byggðarráð staðfestir fundargerð í heild sinni.
Samþykkt

10.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 224

2210059

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 224. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.
Byggðarráð staðfestir fundargerð í heild sinni.
Fylgiskjöl:

11.SASS; 587. fundur stjórnar

2210061

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 587. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Samband íslenskra sveitarfélaga; 914. fundur stjórnar

2210062

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.63. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu

2210086

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 63. fundar félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild.

14.64. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu

2210087

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 64. fundar félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild.

15.65. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu

2210088

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 65. fundar félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.
Fundargerð staðfest í heild.

16.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2022

17.EBÍ; Ágóðahlutagreiðsla 2022

2210069

Lagt fram til kynningar.

18.Landssamtök landeigenda á Íslandi; Aðalfundarboð 2022

2210079

Lagt fram til kynningar.

19.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2022

Fundi slitið - kl. 09:50.