2. fundur 28. september 2022 kl. 13:00 - 15:30 á skrifstofu Rangárþings eystra
Nefndarmenn
  • Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir formaður
  • Ingibjörg Marmundsdóttir
    Aðalmaður: Rafn Bergsson
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Heiðbrá Ólafsdóttir
  • Ásta Brynjólfsdóttir
  • Ágúst Leó Sigurðsson
  • Þórunn Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Eyrún Elvarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birna Sigurðardóttir embættismaður
  • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðrún Lárusdóttir starfsmaður skrifstofu
Dagskrá
Formaður óskar eftir athugasemdum við fundarboð. Engar athugasemdir komu fram.
Formaður óskar eftir að bæta við lið 7: Staða náms- og starfsráðgjafa og var það samþykkt.

1.Forvarnir Tanna; Forvarnarverkefni

2208058

Nefndin lýsir ánægju sinni með verkefnið og óskar eftir nánari upplýsingum um verkefnið, þ.e. með hvaða hætti er fræðslan veitt og hver er kostnaður við verkefnið.

2.Málefni Hvolsskóla

2103019

Birna fer yfir starfsemi Hvolsskóla.
Rætt var um húsnæði Hvolsskóla, óskað er eftir því að sveitarstjóri mæti á næsta fund nefndarinna til að ræða þau mál.

3.Lengd skólaárs í Hvolsskóla

2209093

Nefndin leggur til að farið verið í vinnu þess efnis að skoða kosti og galla þess að hafa skólaárið 170 daga. Óskað verði eftir áliti frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.

4.Tónlistarskólinn og samfella Hvolsskóla

2209094

Nefndin óskar eftir því að skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga og íþrótta og æskulýðsfulltrúi stilli saman strengi varðandi skipulag á samfellu.

5.Málefni leikskólans Arkar

2103017

Sólbjört fer yfir starfsemi leikskólans Arkar.

6.Kveikjum neistann; Þróunarverkefni í grunnskóla

2209109

Farið var yfir kynninguna um verkefnið. Nefndin telur að spennandi verði að fylgjast með því hvaða niðurstöðu það mun skila.

7.Skólaþjónustan; Staða náms- og starfsráðgjafa

2209124

Mat nefndarinnar er að heillvænlegast sé að hafa starfandi náms og starfsráðgjafi í Hvolsskóla. Óskað er eftir að heyra álit annarra skóla í byggðasamlaginu og velta boltanum yfir til Sveitarstjórnar til nánari afgreiðslu.
Önnur mál:
Samkvæmt umræðu fundarins, skorar nefndin á að keypt verði hjartastuðtæki í allar stofnanir sveitarfélagsins.

Nefndin óskar eftir að fá frá skólastjórnendum stöðu læsis nemenda í Hvolsskóla eftir stigum s.l. 5 ár.

Nefndin óskar eftir að erindisbréf nefndarinnar verið tekið fyrir og samþykkt af Sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 15:30.