41. fundur 25. janúar 2021 kl. 16:00 - 17:30 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir
  • Sigurður Þór Þórhallsson
  • Páll Eggertsson
  • Eyrún María Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Örn Oddsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ólafur Örn Oddsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Starfið í félagsmiðstöðinni

2102029

Þröstur fór yfir starfið í félagsmiðstöðinni. Hann sagði frá þeim breytingum sem urðu á húsnæðinu eftir að leikskólinn Örk þurfti að fara í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar. Búið er að fjarlægja öll leiktæki, húsgögn og húsbúnað og koma fyrir í geymslu. Einnig hefur verið sett upp varmadæla og búið að smíða hlíf yfir ofna.
Núverandi húsnæði félagsmiðstöðvarinnar er Hvolsskóli. Starfsmenn hafa fundað mikið og búið til dagskrá sem gerir ráð fyrir félagsmiðstöðinni í skólanum.

2.Íþrótta- og leikjanámskeið í sumar

2102030

Dímon er með námskeið í 4-5 vikur á hverju sumri strax og skóla lýkur. Námskeiðið er fyrir börn á yngsta og miðstig grunnskóla. Upp kom hugmynd um að auglýsa eftir áhugasaömum aðilum til að vera með eitthvað námskeið fyrir 10-12 ára börn en þó þannig að það skarist ekki á við námskeiðið hjá Dímon. Óli var beðinn um að skoða það og auglýsa. Einnig var talið gott að fá yfirlit yfir allt sem í boði er fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu núna í sumar. Með því að hafa þetta allt sýnilegt er auðveldara og gott fyrir börn og foreldra þeirra að átta sig á þessu og skipuleggja sig.

3.Íþróttamaður ársins 2021

2102031

Undanfarin ár hefur hvert íþróttafélag tilnefnt einn einstakling innan sinna vébanda og HÍÆ nefnd hefur síðan valið íþróttamann ársins úr þeim sem tilnefndir eru. Á fundinum kom tillaga um að bjóða almenningi einnig að tilnefnda. Tillagan var samþykkt og mun Óli útbúa eyðublað sem verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins. Ákveðið var að óska eftir tilnefningum frá almenningi fyrir 11. febrúar.

Einnig var verðlaunaafhendingin sjálf rædd. Undanfarin ár hefur íþróttamaður ársins verið valinn 17. júní. Það þykir seint og ræddu nefndarmenn möguleika á að verðlauna fyrr á árinu. Það mætti t.d. gera í janúar með því að vera með ,,íþróttadag“ þar sem íþróttafélög og einstaklingar kynna sína starfsemi og jafnvel gæti verið boðið upp á fyrirlestur.

4.Íþrótta- og afrekssjóður Rangárþings eystra

1809034

Íþrótta og afrekssjóðurinn er sjóður þar sem íþróttamenn geta sótt um styrk. Sælkja þarf um í sjóðinn fyrir 1. mars og 1 október ár hvert. Óli er beðinn um að útbúa auglýsingu til að minna fólk á íþrótta og afrekssjóðinn.

5.Íþróttamiðstöðin; fjöldi gesta og annað árið 2020

2102032

Árið 2020 voru gestir sundlaugarinnar um 30.000 einstaklingar sem er töluvert minna en árið 2019 en þá voru gestir um 41.000. Ástæða þessarar minnkunnar eru Covid 19 lokanirnar en lokað var í um 94 daga í sundlauginni vegna Covid og 8 daga vegna heitavatnsskort ásamt því að í margar vikur voru fjöldatakmarkanir vegna Covid 19. Hins vegar var yfir 22% aukning í júlí mánuði en þá fór gestafjöldinn úr 6700 heimsóknir árið 2019 í um 8200 gesti. Gíðarlega mikið álag var á starfsmönnum íþróttamiðstöðvarinnar í sumar enda búningsklefar ekki tilbúnir og mikill aukning gesta í sumarfrí. Auk þess að þurfa koma sundlaugar gestum fyrir í búningsklefum voru líka fjölmargir knattspyrnuleikir á SS-vellinum og notuðu leikmenn og dómarar þá félagsmiðstöðina og íþróttasalinn sem búningsherbergi.

Fjöldi gesta í líkamsræktina fór úr ca 18.000 manns 2019 niður í 9.000. Líkamsræktin var lokuð í 146 daga og þar voru einnig fjölda takmarkanir vegna Covid 10 auk þess sem margir veigra sér við að fara í líkamsræktina á Covid tímum.

Framkvæmdir eru nú komnar á fullt í búningsklefunum og er farið að styttast í verklok. Það má því gera ráð fyrir því að í sumar munum við geta tekið á móti gestum með góðu móti.

6.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd; önnur mál

2102033

HÍÆ-nefnd skorar á sveitarfélagið á að taka inn eins mikið af ungmennum í sumarvinnu og hægt er. Í fyrra voru teknir inn rúmlega 30 ungmenni. Námið þeirra í menntaskólum hefur meira og minna verið í gegnum fjarfundarbúnað og því væri mjög gott og í raun nauðsynlegt fyrir þessi ungmenni sem og önnur að fá vinnu í sumar.

Fundi slitið - kl. 17:30.