- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Rangárþing eystra er aðili að Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. sem er byggðasamlag sem nær yfir Rangárvallasýslu. Sorpstöðin, sem starfað hefur frá árinu 1993, annast alla meðhöndlun og förgun úrgangs í umboði sveitarfélaganna þriggja sem nú eiga aðild að stöðinni.
Í sorphirðudagatali Sorpstöðvarinnar má nálgast hvaða daga sorpið er tekið á hverjum stað fyrir sig.
Hér má nálgast Sorphirðubæklingin - þar eru allar upplýsingar um sorphirðu í Rangárvallasýslu.
Bæklingurinn á ensku
Bæklingurinn á pólsku
Sorpstöð Rangárvallasýslu setur reglulega tilkynningar og fróðleik á facebook síðu sína. Endilega fylgist með þar!
Nú eru þrjár sorptunnur við hvert heimili ásamt íláti fyrir lífrænt sorp.
SVARTA tunnan er fyrir almennt heimilissorp - ofan í henni er brúnt ílát fyrir lífrænt.
BLÁA tunnan er fyrir pappír og pappa.
GRÆNTA tunnan er fyrir plast.
BRÚNA ÍLÁTIÐ er fyrir lífrænt
Verklagsreglur um flokkun í grunneiningu íláta og aðgengi að þeim.
Allar nánari upplýsingar er að finna í Sorphirðubæklingnum.
Eigendur frístundahúsa geta farið með sorp á grenndarstöðvar eða beint á flokkunarstöðina Strönd.
Allan annan úrgang en heimilisúrgang, s.s. timbur, málma, grófan úrgang o.fl., skal fara með á gámavöll á Strönd. Einnig er tekið á móti heimilisúrgangi á grenndarstöð. Húsráðanda er heimilt að afsetja á sjö daga fresti heimilisúrgang allt að 2 m³ án gjaldtöku. Gjald er að öðru leyti tekið fyrir úrgang skv. vigt og gjaldskrá. Aðal Gámavöllur sveitarfélagsins er á Strönd á Rangárvöllum.
Fyrirtæki annast sjálf um sín sorpmál. Fyrirtæki geta valið að fara með flokkaðan úrgang á gámavöllinn á Strönd eða kaupa þjónustu hjá verktökum sem slíka þjónustu bjóða. Fyrirtæki greiða fyrir allan gjaldskyldan úrgang, skv. vigt og gjaldskrá, sem komið er með á Strönd.
Gjald fyrir meðhöndlun úrgangs frá fasteignum í sýslunni er innheimt með fasteignagjöldum.
Sveitarfélögin útvega eingöngu heimilum þrjú 240 ltr. ílát undir heimilisúrgang og er losun þeirra og stofngjald innifalið í gjaldskránni. Óski eigendur íbúðarhúsnæðis eftir fleiri eða stærri ílátum fyrir heimilisúrgang er viðkomandi bent á að hafa beint samband við þjónustuaðila.