Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll

V. Dalsbakka
860 Hvolsvöllur
S: 487 - 8108

Hjúkrunarforstjóri

Sjöfn Dagmar Guðjónsdóttir

sjofn@hvolsvollur.is 

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll var stofnað af gömlu hreppunum í Rangárþingi eystra. Rekstur heimilisins hófst 1. mars 1985, síðar var byggt við húsið og sá áfangi tekinn í notkun árið 1989. Árið 2018 var tekin í notkun ný viðbygging með 12 herbergjum, stórum matsal, betri aðstöðu fyrir starfsmenn og fl. Allir íbúar eru í einbýli, ýmist á herbergjum eða í litlum íbúðum, öll herbergi/íbúðir eru með neyðarhnappi og tengingu fyrir síma og sjónvarp. Á Kirkjuhvoli er einstaklingsmiðuð þjónusta og leggur starfsfólk metnað sinn í að borin sé virðing fyrir einstaklingnum og fjölskyldu hans og að heimilismenn megi njóta sjálfstæðis, virkni, lífsgleði og reisnar allt til æviloka.

Heimilismenn á Kirkjuhvoli eru 32. Hjúkrunarrými eru 31 og dvalarrými 1