Þau Aðalbjörg Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson á Stóru-Mörk voru ekki aðeins með afurðahæsta kúabú landsins 2024 eins og 2023 heldur slógu þau Íslandsmet. Er þetta í fyrsta skiptið sem ársafurðir á einu almanaksári fara yfir 9.000 kílógrömm eftir árskú á einu búi.
Tónlistarskóli Rangæinga auglýsir laust til umsóknar starf ritara. Um er að ræða 25% starf með starfsstöð í húsnæði skólans á Hvolsvelli. Leitað er að metnaðarfullum og áreiðanlegum einstaklingi sem býr yfir góðri tölvukunáttu og góðum samskiptahæfileikum.
Sóknaráætlun Suðurlands er sameiginleg byggðastefna sveitarfélaganna fimmtán á Suðurlandi. Hún tekur til allra þátta er varða sjálfbæra byggðaþróun, allt frá umhverfismálum til atvinnuþróunar og menningar. Áætlunin hefur áhrif á áherslur og markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands og hvaða verkefni eru unnin á svæðinu.
Fyrsta skóflustungan af nýju 68 herbergja lúxus hóteli var tekin á Hvolsvelli í vikunni. Hótelið, sem mun kosta um tvo milljarða króna verður tekið í notkun í byrjun sumars. Magnús Hlynur var á Hvolsvelli.
Ágæti lóðareigandi, nú þarf að huga að trjágróðri í garðinum þínum. Trjágróður og annar gróður getur veitt okkur ánægju og hlýju þegar vel er að staðið og umhirðu sinnt eftir kostgæfni. Aftur á móti geta myndast neikvæð áhrif á bæjarsamfélagið ef umhirðu er ekki sinnt sem skyldi.