Eins og sjá má í þessari frétt á skak.is er skákdeild Dímonar að gera góða hluti í Evrópumeistaramóti taflfélaga (European Chess Club Cup) sem fram fer í Ródos á Grikklandi með metþátttöku.
Rangárþing eystra auglýsir eftir tilboðum í umsjón með bílastæðum og salernum við Skógafoss.
Þann 14.október s.l. fóru nemendur í 7.bekk Hvolsskóla að Sólheimajökli til að mæla hversu mikið jökullinn hafði breyst frá árinu 2024, en 7.bekkur hefur gert þessar mælingar frá árinu 2010. Mælingin fer þannig fram að búið er að setja skilti við fyrsta gps punktinn og síðan er næsti puntur í 100 metra fjalægð og síðan er þriðji punkturinn við jökulsporðinn.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
290. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 16. október 2025 og hefst kl. 08:15