- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar
Sundlaug | Líkamsrækt | ||
Fullorðnir (16 ára og eldri) | 1 200 kr. | Stakur tími | 1 600 kr. |
Börn (12-16 ára) | 600 kr. | 1 mánuður | 7 500 kr. |
Börn yngri en 12 ára | Frítt | 3 mánuðir | 16 000 kr. |
Eldri borgarar | 550 kr. | 6 mánuðir | 26 800 kr. |
Öryrkjar | 550 kr. | 10 miða kort | 15 000 kr. |
10 miða kort | 7 500 kr. | Árskort í líkamsrækt | 35 300 kr. |
30 miða kort | 15 000 kr. | Árskort, fyrir eldri borgara og öryrkja | 16 000 kr. |
Árskort í sund | 35 300 kr. | ||
Leiga á handklæði, sundföt og aðgangseyrir | 2 150 kr. | Námsmenn | |
Leiga á handklæði eða sundfötum | 1 100 kr. | Árskort f. námsmenn | 26 800 kr. |
Aðgangur að sturtu | 750 kr. | 10 miða kort | 9 700 kr. |
Árskort í sund og rækt | 53 000 kr. | Mánaðarkort | 4 700 kr. |
Þriggja mánaða kort fyrir grunnskólanema (sund innifalið) | 10 700 kr. |
Útleiga á Íþrótta-, lyftingasal eða sundlaug undir starfsemi -
Til lengri tíma: 15% af innkomu þess einstaklings sem er með námskeið
Íþróttasalur fyrir einstaklinga, viðkomandi verður að vera orðinn 18 ára.
550 krónur á einstakling
10 miða kort í íþróttasal 4 300 krónur
Leiga á sal fyrir barnaafmæli 16 000 krónur
Gjaldskrá þessi gildir frá 1. janúar 2024
Gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolssskóla
1. gr.
Foreldrar/ forráðamenn sem ætla að nýta þjónustu mötuneytis Hvolsskóla þurfa að skrá börn sín í mötuneytið hjá ritara skólans. Starfsmenn Hvolsskóla skulu skrá sig í mötuneytið hjá ritara skólans.
Tilkynning um úrsögn úr áskrift að mötuneyti þarf að berast til ritara fyrir 15. dag mánaðar og tekur hún þá gildi frá og með næstu mánaðarmótum. Úrsögn vegna barns þarf að berast frá foreldri eða forráðamanni.
2. gr.
Máltíðir nemenda eru gjaldfrjálsar. Fyrir hverja máltíð í áskrift að mötuneyti greiða kennarar og aðrir starfsmenn 572 kr,- Gjald fyrir staka máltíð kennara og annarra starfsmanna er 1 621 kr,-. Nemendur, kennarar og aðrir starfsmann þurfa að skrá sig hjá ritara í stakar máltíðir fyrir kl. 10 að morgni. Hægt er að vera í áskrift einn til fimm daga vikunnar, en alltaf sömu vikudaga. Matarverð er endurskoðað um hver áramót og gefin út ný gjaldskrá.
3. gr.
Hver áskrift er skilyrt við viðkomandi nemanda eða starfsmann. Ekki er leyfilegt að framselja stakar máltíðir til annara nemenda eða starfsmanna ef skráður einstaklingur hyggst ekki nýta sér áskriftina ákveðin dag.
4. gr.
Rangárþing eystra sendir greiðsluseðil vegna mötuneytisgjalda mánaðarlega. Gjald fyrir mötuneyti er greitt eftir á og er gjalddagi síðasti dagur mánaðarins sem rukkað er fyrir. Gjalddagi er síðasti dagur mánaðar og eindagi 15. dagur næsta mánaðar. Verði dráttur á greiðslum verða reiknaðir dráttarvextir, sbr. lög nr. um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.
5. gr
Ekki eru veittir afslættir af mat og hressingu og ekki er dregið frá fæðiskostnaði vegna tilfallandi fjarveru úr skólanum sem varir skemur en viku samfellt. Ef starfsmaður er í leyfi/veikindum frá skóla í 5 virka daga samfellt getur starfsmaður óskað eftir niðurfellingu á fæðisgjöldum á meðan á leyfinu stendur. Sækja skal um niðurfellinguna hjá ritara Hvolsskóla tveimur vikum áður en fríið er tekið. Umsjónarmaður í mötuneyti heldur dagbók yfir þá sem nýta mötuneytið.
6. gr.
Gjaldskrá þessi tekur gildi frá og með 15. ágúst 2024.
Gjaldskrá og reglur fyrir Skólaskjól
1.gr
Skólaskjólið er fyrir börn í 1.– 4. bekk í Hvolsskóla. Foreldrar/forráðamenn sem ætla að nýta þjónustu Skólaskjóls þurfa að sækja um fyrir börn sín skriflega hjá ritara skólans. Uppsögn skal berast skrifleg, með mánaðar fyrirvara frá foreldri/forráðamanni til ritara skólans. Eyðublað um skráningu, breytingu og uppsögn fæst hjá ritara. Hægt er að skrá barn í 1–5 daga í Skólaskjóli í viku. Í Skólaskjóli gilda skólareglur Hvolsskóla.
Frestur til að sækja um áskrift, breyta áskrift, segja upp áskrift og sækja um afslátt er til 15. hvers mánaðar. Breytingar taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.
2.gr
Boðið er upp á vistun í Skólaskjóli alla virka daga á skólaárinu að loknum skóladegi. Einnig er opið á foreldradögum og starfsdögum þegar leikskólinn Örk er starfandi. Skrá þarf sérstaklega í vistun þá daga sem nemendur eru ekki í skóla og þarf skráning að berast 2 virkum dögum fyrir tilsettan dag. Kostnaður fyrir þá daga eru krónur 2.183.-. Opnunartími Skólaskjóls er frá því skóla lýkur til kl. 16.15 alla daga nema föstudaga, þá daga er opið til kl. 16:00. Þá daga sem eru ekki nemendadagar í skólanum opnar Skólaskjólið kl. 8.
Fyrir fulla vistun í Skólaskjóli greiðast kr. 10.026,-. Fyrir síðdegishressingu í fullri vistun er greitt kr. 2.766,-.
3.gr
Rangárþing eystra sendir greiðsluseðil vegna þjónustugjalda mánaðarlega. Gjald fyrir skólaskjól er greitt eftir á og er gjalddagi síðasti dagur mánaðarins sem rukkað er fyrir. Gjalddagi er síðasti dagur mánaðar og eindagi 15. dagur næsta mánaðar. Verði dráttur á greiðslum verða reiknaðir dráttarvextir, sbr. lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.
4.gr
Að jafnaði koma forföll ekki til frádráttar þjónustugjöldum nema um veruleg forföll sé að ræða og skal það metið í hverju tilfelli fyrir sig af skólastjóra. Tilkynna þarf forföll í Skólaskjóli til ritara skólans. Umsjónarmaður í Skólaskjóli heldur dagbók yfir þá sem nýta Skjólið. Sími í Skólaskjóli er 841-8604 og hjá ritara Hvolsskóla 488-4240.
5.gr
Ef foreldrar/forráðamenn barna í Skólaskjóli eru jafnframt með barn í leikskóla í Rangárþingi eystra, er veittur 25% afsláttur af mánaðargjaldi. Ef foreldrar/forráðamenn eiga tvö börn í Skólaskjóli er veittur 50% afsláttur af mánaðargjaldi fyrir annað barnið. Ef tvö börn eru í Skólaskjóli auk barns í leikskóla er veittur 25% afsláttur fyrir annað barnið í og 50% afsláttur fyrir hitt barnið í Skólaskjóli. Ekki er gefinn afsláttur af síðdegishressingu.
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2024
Gjaldskrá leikskóla
Vistun Verð
4 tímar |
14.766 kr,- |
5 tímar |
18.565 kr,- |
6 tímar |
22.277 kr.- |
7 tímar |
25.990 kr,- |
8 tímar |
29.693 kr,- |
8,5 tímar |
31.554 kr,- |
Tímagjald 3.713 kr,-
Hægt er að kaupa stakan aukatíma 1.471 kr. Einungis notaður í einstaka tilfellum, ekki sem fastur liður í vistun.
Afslættir:
Afslættir reiknast eingöngu af vistunargjöldum og getur hver greiðandi eingöngu fengið afslátt skv. tveimur af ofangreindum afsláttarliðum. Námsmenn skulu staðfesta með vottorði frá skóla um skólavist á hverri önn. Öryrkjar þurfa að leggja fram gögn til staðfestingar örorku og er miðað við 75% örorku. Einstæðir foreldrar skulu framvísa vottorði um fjölskylduhagi frá Þjóðskrá, til staðfestingar á afslætti. Afslættir eru ekki afturvirkir.
Leikskólagjöld eru innheimt í 11 mánuði á ári, þar sem öll börn skulu taka 5 vikna samfellt sumarfrí. Leikskólagjöld eru ekki innheimt þegar leikskólinn er lokaður vegna sumarleyfa.
Ef barn er í leyfi frá leikskólanum í 5 virka daga samfellt á öðrum tíma en í tengslum við sumarlokun geta foreldrar óskað eftir niðurfellingu á fæðisgjöldum á meðan á leyfinu stendur. Sækja skal um niðurfellinguna hjá leikskólastjóra tveimur vikum áður en fríið er tekið.
Ef barn er veikt í samfellt 5 virka daga eða lengur er fæðiskostnaður dregin frá næsta útgefna reikning.
Ef barn er veikt í samfellt 3 vikur eða lengur er helmingur dvalargjalds endurgreiddur gegn framvísun læknisvottorðs.
Gjald fyrir aukatíma ef barn er ekki sótt á réttum tíma 2.087 kr pr. klst. Lágmark 0,5 klst. eða 1.043kr - og síðan 524 kr,- fyrir byrjaðar 15 mínútur.
Fæðisgjöld:
Morgunhressing 3.050 kr
Hádegismatur 6.698 kr
Síðdegishressing 2.932 kr
Kaupa verður hressingu fyrir barnið á þeim tíma sem sótt er um.
Foreldrafélagsgjald (innheimt fyrir foreldrafélagið á Öldunni) 400 kr
Gjaldskrá gildir frá 11. apríl 2024
Gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa
1. Lagaheimildir og meginreglur
Gjaldskráin byggir á þeirri meginreglu að sá aðili sem sækir um byggingarleyfi eða – heimild, óski eftir breytingu á aðal- og/eða deiliskipulagi eða óskar eftir þjónustu eða sætir eftirliti af hálfu skipulags- og byggingarfulltrúa skuli greiða þann kostnað sem leyfisveiting, þjónusta eða eftirlit hefur í för með sér, sbr. 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og skv. 2. mgr. 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í því felst að umsækjandi greiðir kostnað vegna umsýslu málsins, móttöku þess, yfirferð aðal- og séruppdrátta, skráningarvinnu, útmælinga, úttekta, útgáfu vottorða sem og nauðsynlegra auglýsinga og kynninga sem afgreiðsla málsins kann að fela í sér. Jafnframt skal umsækjandi greiða fyrir þá þjónustu sem embætti skipulags- og byggingarfulltrúa veitir, skv. þessari gjaldskrá.
2. Byggingarleyfisgjöld
Byggingarleyfi og -heimild skiptist í afgreiðslugjald og rúmmetragjald. Sérhvert nýtt byggingarleyfi eða -heimild vegna nýrra mannvirkja, viðbygginga eða verulegra breytinga á þegar byggðu mannvirki, greiðist óafturkræft byggingarleyfisgjald.
Fyrir byggingarleyfi og -heimildir skal greiða afgreiðslugjald og rúmmetragjald. Innifalið í gjaldinu er skráning umsóknar, yfirferð hönnunargagna, útgáfa byggingarleyfis, útsetning byggingarreits og lögbundnar úttektir. Greitt er eftir umfangsflokkun mannvirkis sem er skv. byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Sé sótt um endurnýjun byggingarleyfis og breytingar að auki skal farið með það sem nýtt byggingarleyfi, það sem áður hefur verið greitt kemur til frádráttar.
Tímagjald skipulags- og byggingarfulltrúa er 17.190 kr.
3. Gjaldskrá byggingarsviðs
|
*Umfangsflokkur |
Afgreiðslugjald |
Gjald x rúmmetragjald |
Sumarhús |
1 |
77.926 kr.- |
590 kr.- * rúmmetragjald |
Einbýli |
2 |
77.926 kr.- |
329 kr.- * rúmmetragjald |
Fjölbýlishús |
2 |
77.926 kr.- |
329 kr.- * rúmmetratjald |
Þjónustuhúsnæði; skrifstofu-, verslunar og gistihúsnæði |
2 |
77.926 kr.- |
329 kr.- * rúmmetragjald
|
Iðnaðarhúsnæði og landbúnaðarbyggingar |
1 |
77.926 kr.- |
95 kr.- x rúmmetragjald |
Óeinangraðar skemmur og gróðurhús |
1 |
77.926 kr.- |
70 kr.- * rúmmetragjald |
|
Upphæð |
Úttekt sem ekki er innifalin í 2.gr |
32.499 kr.- |
Endurtekin úttekt á hönnunargögnum |
32.499 kr.- |
Endurtekin fokheldis- eða lokaúttekt. |
32.499 kr.- |
Öryggisúttekt |
32.499 kr.- |
Úttekt vegna rekstrar- eða starfsleyfis |
32.499 kr.- |
Innifalið í gjaldinu er afgreiðslu- og stöðuleyfisgjald.
|
Stöðuleyfisgjald |
Stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á gámasvæði sveitarfélagsins. |
43.993 kr.- |
Stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á gámasvæði sveitarfélagsins. |
25.139 kr.- |
Stöðuleyfi fyrir söluvagna og söluskúra, 0-6 mánuðir |
57.384 kr.- |
Stöðuleyfi fyrir söluvagna og söluskúra, 6-12 mánuðir |
114.769 kr.- |
|
Upphæð |
Umsýslugjald |
|
|
Staðvísir (blár) 0-5 stafir |
41.596 kr.- |
12.275 kr.- |
|
|
Staðvísir (blár) 5- 10 stafir |
57.220 kr.- |
12.275 kr.- |
|
|
Staðvísir (blár) 10- 15 stafir |
62.180 kr.- |
12.275 kr.- |
|
|
Önnur skilti |
71.736 kr.- |
12.275 kr.- |
|
|
* Staðvísar koma með festingum og Vegagerðin sér um uppsetningu.
|
|
|
||
|
Upphæð |
Umsögn vegna rekstrar- og starfsleyfa |
15.953 kr.- |
Flutningsheimild |
7.976 kr.- |
Önnur vottorð |
15.953 kr.- |
Aðrar umsagnir |
15.953 kr.- |
Vegna málsmeðferðar tilkynntra framkvæmda, sbr. gr. 2.3.5 og 2.3.6 í byggingarreglugerð. Innifalið í því er varðveisla gagna, yfirferð hönnunargagna og yfirferð m.t.t. samræmis við skipulag.
|
Upphæð |
Tilkynningarskyld framkvæmd |
38.391 kr.- |
Breyting á skráningu í Fasteignaskrá |
38.391 kr.- |
Synjun á erindi |
12.275 kr.- |
Útsetning, keypt þjónusta. |
Skv. reikningi |
4. Gjaldskrá skipulagssviðs
Sé þörf á að vinna skipulagsáætlun eða gera breytingu á skipulagsáætlun vegna leyfisskyldra framkvæmda eða grenndarkynna byggingarleyfisumsókn er tekið gjald sem nemur kostnað við skipulagsgerðina, umsýslu, kynningu og auglýsingu.
Tímagjald skipulags- og byggingarfulltrúa er 17.190 kr.
Afgreiðslugjald í skipulagsnefnd er 12.275 kr.
Aðalskipulagsbreyting skv. 1. mgr. 36. gr. |
Upphæð |
Vinnsla breytingartillögu |
skv. reikningi |
Umsýslu- og auglýsingarkostnaður |
236.348 kr.- |
Óveruleg breyting á aðalskipulagi skv. 2.mgr. 36. gr. |
|
Vinnsla breytingartillögu |
skv. reikningi |
Umsýslu- og auglýsingarkostnaður |
93.061 kr.- |
Nýtt deiliskipulag skv. 37. – 42. gr. |
Upphæð |
Vinnsla breytingartillögu |
skv. reikningi |
Umsýslu- og auglýsingarkostnaður |
236.348 kr.- |
Nýtt deiliskipulag skv. 37. – 42. gr. án lýsingar og kynningar skv. 4. mgr. 40.gr. |
|
Vinnsla breytingartillögu |
skv. reikningi |
Umsýslu- og auglýsingarkostnaður |
168.398 kr.- |
Breyting á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. |
|
Vinnsla breytingartillögu |
skv. reikningi |
Umsýslu- og auglýsingarkostnaður |
168.398 kr.- |
Óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. með grenndarkynningu |
|
Vinnsla breytingartillögu |
skv. reikningi |
Umsýslu- og auglýsingarkostnaður |
93.061 kr.- |
Óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. án grenndarkynningu |
|
Vinnsla breytingartillögu |
skv. reikningi |
Umsýslu- og auglýsingarkostnaður |
44.315 kr.- |
Grenndarkynning byggingarleyfis skv. 44 gr. |
Upphæð |
Grenndarkynning byggingarleyfis skv. 44.gr |
58.500 kr.- |
Grenndarkynning starfs- og rekstrarleyfis |
58.500 kr.- |
|
Upphæð |
Stofnun nýrra lóða í landskrá fasteigna skv. 48 gr. skipulagslaga |
27.513 kr.- |
Landnúmer umfram eitt (per lóð) |
7.976 kr.- |
Breyting á skráningu í landskrá fasteigna |
13.295 kr.- |
Fyrir útgáfu framkvæmdarleyfis í samræmi við 13. – 16. gr. skipulagslaga, ákveður sveitarstjórn gjald eftir umfangi framkvæmdar að fenginni tillögu skipulagsfulltrúa. Fjárhæð gjaldsins skal ekki vera hærri en sem nemur kostnaði við undirbúning leyfis og lögbundið eftirlits s. s. umsýslu og málmeðferð skipulagsfulltrúa, utanaðkomandi sérfræðivinnu, nauðsynlegar umsagnir, auglýsingar o. s. frv. Lámarksgjald skal þó vera 77.552 kr.
Þegar álit Skipulagsstofnunar skv. lögum nr. 106/2000 með síðari breytingum er nauðsynlegt vegna framkvæmdar, telst kostnaður sveitarfélagsins vegna þess hluti af kostnaði við undirbúnings leyfis.
5. Önnur gjöld skipulags- og byggingarembættisins
|
Upphæð |
Viðurkenning meistara |
14.607 kr.- |
Eignaskiptayfirlýsing, 1-5 eignir |
27.711 kr.- |
Eignaskiptayfirlýsing, umfram 5 eignir kostar hver eign |
5.618 kr.- |
Útsetningar og mælingar |
Skv. tímagjaldi |
Gerð lóðaleigusamnings |
26.590 kr.- |
Útsend gögn og teikningar |
3.685 kr.- |
Stofnun fasteignanúmera f. fjölbýli |
12.275 kr.- |
Tímagjald skipulags- og byggingarfulltrúa |
17.190 kr.- |
6. Prentun og ljósritun
|
Upphæð |
Blaðastærð A1, per örk |
2.669kr.- |
Blaðastærð A2, per örk |
1.281 kr.- |
Blaðastærð A3, per örk |
267 kr.- |
07.gr. Gjalddagi
Gjöld vegna útgáfu byggingarleyfis eða -heimildar, þ. e. afgreiðslugjald og eftirlits- og yfirferðagjald, skal alla jafna innheimt saman með einum reikningi að loknum afgreiðslufundi embættisins þar sem viðkomandi mál var afgreitt.
Önnur gjöld skv. gjaldskrá skal greiða samhliða því að verkið er unnið.
8. gr. Gjaldtökuheimild og breytingar á fjárhæð gjalda
Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Gjöld samkvæmt þessari gjaldskrá miðast við byggingarvísitölu, grunnur 2009 í nóvember 2023, 185,9 stig, og breytast þau 1.janúar ár hvert til samræmis við breytingar á vísitölunni.
Leyfisgjöld eru óafturkræf þó að leyfi falli úr gildi.
Jafnframt fellur gjaldskrá nr. 532/2011 um byggingarleyfisgjöld og tengda þjónustu fyrir byggingar- og skipulagsembætti Rangárþings bs. úr gildi við gildistöku gjaldskrár þessarar.
Gjaldskrá fyrir Skógaveitu
Mælaleiga 2 .582 kr á mánuði
Vatnsgjald, 102 kr á hvert tonn.
Við bætist: Orkuskattur til ríkissjóðs 2% Virðisaukaskattur 11%
|
|
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2024
Gjaldskrá fyrir fráveitugjöld
1. gr.
Af öllum fasteignum í Rangárþingi eystra, sem liggja við vegi eða opin svæði, þar sem fráveitulagnir liggja, skal greiða árlegt fráveitugjald til sveitarfélagsins.
2. gr.
Álagningarstofn fráveitugjalds skv. 1. gr. skal vera 0,20% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.
Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekkert fráveitugjald.
3. gr.
Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.
4. gr.
Þinglýstur eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu fráveitugjalds og er gjaldið tryggt með lögveði í fasteigninni.
5. gr.
Sveitarfélagið innheimtir árlega rotþróargjald til niðurjöfnunar á kostnaði við hreinsun og tæmingu rotþróa skv. 21. gr. samþykktar um fráveitur í Rangárþingi eystra.
Árlegt rotþróargjald á íbúðar- og frístundahús, þar sem tæming á sér stað að jafnaði þriðja hvert ár, skal vera eftirfarandi:
Rotþró 15.515 kr,-
Árlegt rotþróargjald við atvinnurekstur eða fyrirtæki, þar sem tæming á sér stað að jafnaði þriðja hvert ár, skal vera eftirfarandi:
Rotþró 0-4000 lítra 15.515 kr,-
Rotþró 4001-6000 lítra 17.976 kr,-
Rotþró 6001 lítra eða stærri 8.025 kr,- pr.m3.
Fyrir aukalosun rotþróa, allt að 6000 lítra að stærð, skal greiða 72.760 kr,-. Fyrir aukalosun rotþróa, 6001 lítra eða stærri, skal greiða sérstaklega skv. gjaldskrá losunaraðila.
6. gr.
Við álagningu árlegs fráveitugjalds getur sveitarstjórn með einfaldri samþykkt sinni nýtt sér heimild í 4. mgr. 15. gr. laga nr. 9/2009, um niðurfellingu eða lækkun til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
7. gr.
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt skv. 15. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna og öðlast þegar gildi.
Hvolsvöllur, 1. janúar 2024
Gjaldskrá fyrir kattahald
1. gr.
Skrá skal alla ketti í þéttbýli Rangárþings eystra skv. 3. mgr. 2. gr. samþykktar um kattahald í Rangárþingi eystra. Skráningargjald skal vera 3.832 kr,- og greiðist við skráningu. Árgjald er 1.913 kr,- og greiðist á hverju ári eftir skráningarárið.
2. gr.
Handsömunargjald skv. 5. gr. sömu samþykktar skal vera 3.820 kr,- í fyrsta skipti en síðan hækkar það í 6.379kr,- ef til handsömunar kemur aftur innan sex mánaða frá fyrri handsömun.
3. gr.
Um vexti af vangreiddum gjöldum skv. gjaldskrá þessari gilda almennar reglur.
4. gr.
Gjaldskrá þessi er samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings eystra með tilvísun til heimildar í samþykkt um kattahald í Rangárþingi eystra frá 14. júní 2012.
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2024
Gjaldskrá fyrir hundahald á Hvolsvelli
1. gr.
Af hundum á Hvolsvelli skal sveitarsjóður innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari, sem er ætluð til að standa undir kostnaði við framkvæmd samþykktar um hundahald í Rangárþingi eystra nr. 442/2013.
2. gr.
Skráningargjald er 10.946 kr,-
Bráðabirgðaskráning 1.866 kr,-
3. gr.
Árlegt leyfisgjald fyrir hvern hund er 10.946 kr,-
Ekki er innheimt leyfisgjald það ár sem hundurinn er skráður.
4.gr
Hafi eigandi skráðs hunds lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi viðurkenndu af sveitarstjórn Rangárþings eystra er heimilt að veita allt að 25% afslátt af gjöldum samkvæmt 2. og 3. gr gjaldskrár þessarar. Sveitarstjórn getur sett reglur um afsláttarkjör fyrir hundaeigendur sem hafa í hvívetna fullnægt ákvæðum samþykktar um hundahald í ákveðinn árafjölda eftir nánari ákvörðun sveitarstjóra.
5. gr.
Greiðsla fyrir ábyrgðartryggingu, eftirlit, umsjón og skráningu er innifalin í gjaldi samkvæmt 2. og 3. gr.
6. gr.
Við hverja afhendingu handsamaðs hunds ber að innheimta gjald 7.180 kr,-. Að auki skal greiða þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi hunds. Óskráða hunda má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu og greiðslu skráningargjalds.
7. gr.
Gjalddagi skv. 3. gr. er 1. október og eindagi 31. október. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga. Um innheimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi. Við afskráningu hunds ber að endurgreiða árlegt gjald í réttu hlutfalli við þá mánuði sem eftir eru á árinu.
8. gr.
Ofangreind gjaldskrá sveitarstjórnar Rangárþings eystra staðfestist hér með samkvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, samanber samþykkt um hundahald í Rangárþingi eystra frá 23. apríl 2013.
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2024
Gjaldskrá fyrir fjallaskála í Rangárþingi eystra
1. gr.
Gjald fyrir gistingu í fjallaskála á vegum Rangárþings eystra er 4.880 kr,- á mann pr. nótt.
2. gr.
Gjaldskrá þessi tekur gildi við staðfestingu sveitarstjórnar.
Gjaldskrá gildir frá 1. janúar 2024
Gjaldskrá félagsheimila í Rangárþingi eystra
Ættarmót og hópar | Skýring | Gjald 11% vsk | Gjald 24% vsk |
Ættarmót og hópar - 1 dagur | Salur ásamt aðstöðu í eldhúsi | 76.500 kr | |
Ættarmót og hópar - helgi | Salur ásamt aðstöðu í eldhúsi | 153.000 kr | |
Svefnpokapláss | Í sal eða herbergi án dýnu og aðstöðu í eldhúsi. | 4.250 kr pr. mann 1 nótt | |
Tjaldsvæði | Húsbíll, hjólhýsi, fellhýsi, tjaldvagn og tjald. Frítt f. 12 ára og yngri |
1.820 kr pr. mann á sólahring
|
|
Rafmagn | Húsbíll, hjólhýsi, fellhýsi á sólahring |
|
1.340 kr |
Leigutaki skal skila eldhúsi eins og tekið var við því, hreint og allt á sínum stað. Þrífa borð, ganga frá borðum og stólum á sinn stað og sópa gólf. Fjarlægja allt rusl úti og inni, setja í plastpoka ofan í ruslaílát utandyra.
Gisting | Skýring | Gjald 11% vsk |
Grunn- og framhaldsskólar og björgunarsveitir | Með aðstöðu í eldhúsi, án dýnu | 4.250 kr pr. mann per nótt |
Húsaleiga | Skýring | Gjald 24% vsk | STEF gjöld |
Dansleikur | án dyravarðar og gæslu, sjá leigusamning | 30% | af innkomu ásamt STEFgjöld |
260.000 kr | trygging greidd fyrirfram | ||
Leiksýning, Tónleikar | án dyravarðar og gæslu | 15% | af innkomu ásamt STEFgjöld |
Salarleiga ** | Skýring |
Gjald 24% vsk Veislur og aðrir fundir með eldhúsi |
Veislur og aðrir fundir án eldhús |
Fundur og námskeið allt að 3 klst |
Pálsstofa, aðrir litlir salir | 5-15 persónur | 17.735 | 14.300 kr | |
Litli salur Hvoli, aðrir salir | 15-50 persónur | 37.450* | 30.190 kr | 18.725 kr |
Stóri salur*** | 71.520* | 69.475 kr | 35.760 kr |
Annað | Skýring | Gjald 24% vsk |
Afnot af vottuðu eldhúsi |
7.650 kr 1/2 dagur 14.125 kr heill dagur |
*Sé óskað eftir sal degi fyrir veislu/viðburð er greitt 50% af dagleigu.
**Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að rukka 10% af salarleigu þegar bókun er gerð, það gjald er óendurgreiðanlegt.
***Stórir salir í félagsheimilum sem taka allt að 200 manns í sæti, sem og salurinn í Hvolsskóla.
Leigutaki skal skila eldhúsi eins og tekið er við því, hreint og allt á sínum stað. Þrífa borð, ganga frá borðum og stólum á sinn stað og sópa gólf. Fjarlægja allt rusl uti og inni, setja í plastpoka ofan í ruslaílát utandyra.
Tónleikar mega ekki standa lengur en til kl. 23:30 eftir það telst tónlistarviðburður dansleikur.
Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2024
Gjaldskrá fyrir Sorpstöð Rangárvallasýslu
1. gr.
Heimild
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt ákvæðum 11. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Sorphirðugjald og sorpeyðingargjald innheimtast með álögðum fasteignagjöldum ár hvert. Gjöld skv. 2.-4. gr. taka breytingum skv. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í upphafi hvers árs.
2. gr.
Sorphirðugjald
Innheimta skal sorphirðugjald af öllu íbúðarhúsnæði skv. eftirfarandi álagsgrunni.
Ílátastærð | Grátunna | Blátunna | Græntunna | Lífræn tunna |
240 l ílát | 16.400 ISK | 5.500 ISK | 5.500 ISK | 5.500 ISK |
660 l ílát | 49.100 ISK | 16.400 ISK | 16.400 ISK | |
140 l ílát | 9.600 ISK | 3.200 ISK |
Sorphirðugjald fyrir grunneiningu íláta er 27.400 ISK og inniheldur 240l blátunnu, 240l grátunnu, 240l græntunnu og brúnt ílát í tunnu fyrir lífrænan úrgang. Hægt er fá fleiri og/eða stærri ílát.
3. gr.
Sorpeyðingargjald
Innheimta skal sorpeyðingargjald 29.500 ISK af öllu húsnæði í Rangárvallasýslu, þ.e. íbúðar-, frístunda, og atvinnuhúsnæði. Sorpeyðingargjald tekur til reksturs sorpkerfisins, s.s. rekstur grenndarstöðva, móttökustöðvar og förgunar- og endurvinnsluleiða. Greiðsla þess veitir viðkomandi aðilum aðgengi að soprkerfinu og afsetningu á heimilisúrgangi. Rekstraraðilar sem afsetja rekstrarúrgang á móttökustöðinni Strönd vegna atvinnurekstur skulu greiða fyrir það, sjá 4. gr. Gjaldtaka á Strönd er ekki hluti af sorpeyðingargjaldi sveitarfélagsins.
4. gr.
Gjaldtaka á móttökustöð
Gjaldtaka á móttökustöð miðast við þyngd og tegund úrgangsmagns sem afsett er.
Úrgangstegund | kr. kg. m. án vsk. | kr. kg. m. vsk. | Gjaldskyldir |
Blandaður úrgangur | 55 | 68,2 | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Grófur og blandaður úrgangur óglokkaður | 60,48 | 75 | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Harðplast og annað óflokkað plast - án úrvinnslugj. | 60,48 | 75 | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Harðplast með úrvinnslugjaldi (s.s. brúsar, fötur) | 5,5 | 6,82 | Fyrirtæki/einstaklingar |
Heimilisplast | 5,5 | 6,82 | Fyrirtæki |
Blandaður pappír/pappi | 17,74 | 22 | Fyrirtæki |
Bylgjupappí | 0 | 0 | |
Timbur hreint | 9,67 | 12 | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Timbur litað | 19,35 | 24 | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Garðaúrgangur, tjábolir, greinar og jarðvegur | 4,83 | 6 | Fyrirtæki |
Óvirkur úrgangur (gler, flísar, postulín o.fl.) | 9,67 | 12 | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Slátturúrgangur | 28,2 | 35 | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Lífrænn heimilisúrgangur | 21,77 | 27 | Fyrirtæki |
Heyrúlluplast, áburðarpokar - hreint | 0 | ||
Hjólbarðar | 0 | ||
Málmar | 0 | ||
Spilliefni, raftæki | 0 | ||
Heimsendur gámur, flokkaður - 38 000 ISK | Einstaklingar | ||
Komugjald fyrir losun án klippikorts á gjaldskyldum úrgangi - 500 ISK | Fyrirtæki/einstaklingingar |
Heimilt er að leggja á lágmarksgjald fyrir eðlislétt sorp (t.d. einangrunarplast) 1 200 ISK m3
Heimilt er að innheimta útlagðan förgunarkostnað sem hlýst af móttöku spilliefna.
Ef óflkkað er í heimsendum gám skal greitt skv. þyngd innihaldsins. Heimsendir gámar eru einingis fyrir íbúa í Rangárvallasýslu.
Klippikort með 5 m3 af gjaldskyldum úrgangi er í boði fyrir þá sem greiða sorpeyðingargjald.
5. gr.
Samþykkt og staðfesting
Gjaldskrá þessi var samþykkt á fundi stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. þann 23.10.2023 og staðfest af sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem reka Sorpstöð Rangárvallasýslu. Gjaldskráin gildir frá birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 156/2022
Reglur um afslátt af fasteignaskatti
Reglur um tekjutengdan afslátt hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Rangárþingi eystra 2024
1. gr.
Tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Rangárþingi eystra er veittur afsláttur af fasteignaskatti og fráveitugjaldi samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Rangárþings eystra ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr.
5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
2. gr.
Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur í Rangárþingi eystra sem búa í eigin íbúð og
a) eru 67 ára á árinu eða eldri
b) hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir upphaf álagningarárs.
c) hafa ekki leigutekjur af viðkomandi húsnæði.
d) hafa ekki fullvinnandi einstakling/einstaklinga aðra en maka búsetta á heimilinu.
Afsláttur nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi sannanlega býr í.
3. gr.
Hjón og samskattað sambýlisfólk fær fullan afslátt þó einungis annar aðilinn uppfylli skilyrði 2. gr. Ef um fleiri en einn íbúðareiganda er að ræða að eign, sem ekki uppfylla skilyrði 1. mgr., er veittur afsláttur til þeirra sem uppfylla skilyrði 2. gr., í samræmi við eignarhluta þeirra.
4. gr.
Afsláttur er tekjutengdur. Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Til tekna teljast bæði launatekjur og fjármagnstekjur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.
Tekjumörk vegna aflsáttarins 2024 eru eftirfarandi:
Tekjur einstaklinga Tekjur hjóna Niðurfelling:
Allt að 4.368.866 Allt að 6.570.813 100%
Milli 4.368.867-5.100.835 Milli 6.570.814-7.561.266 75%
Milli 5.100.836-5.825.557 Milli 7.561.267-8.562.590 50%
Milli 5.825.558-6.556.319 Milli 8.562.591-9.560.291 25%
5. gr.
Hafi orðið veruleg breyting á högum umsækjanda er heimilt að víkja frá 2. gr. þessara reglna varðandi búsetu í íbúð og viðmið um tekjumörk sl. árs. Hér er einkum átt við sérstök tilvik, s.s. :
a) Þegar maki hefur fallið frá á árinu og tekjur lækkað verulega
b) Ef um skyndilega örorku er að ræða sem hefur veruleg áhrif til lækkunar tekna.
c) Einnig er heimilt að lækka fasteignaskatt í allt að 3 ár hjá þeim sem flutt hafa úr eigin íbúð á öldrunarstofnun en eiga áfram íbúð, sem ekki er leigð út eða nýtt af skyldmennum.
6. gr.
Afslátt skv. 4. gr. til ellilífeyrisþega skal reikna við álagningu og er byggður á upplýsingum frá ríkisskattstjóra um tekjur. Afslátturinn er birtur á álagningarseðli. Örorkulífeyrisþegar fá afslátt skv. 4. gr. gegn framvísun örorkuskírteinis og skattskýrslu.
Samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings eystra 14. desember 2023.
Álagningarreglur 2024
Útsvar
Fasteignagjöld
Gjalddagar fasteignagjalda:
Gjalddagar eru 8: 1. febrúar - 1. mars - 1. apríl - 1. maí - 1. júní - 1. júlí - 1. ágúst - 1. september
Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Gjalddagi er einn af gjald er lægra en 30.000 þann 1. apríl og eindagi 1. maí.
Samþykkt í sveitarstjórn Rangárþings eystra 14. desember 2023.
Gjaldskrá Brunavarna Rangárvallasýslu bs.
GJALDSKRÁ |
Brunavarna Rangárvallasýslu bs. |
I. KAFLI Almennt. 1. gr. Verkefni slökkviliðs Brunavarna Rangárvallasýslu bs. (BR) ákvarðast annars vegar af lögum um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hins vegar af ákvæðum í samþykktum BR. 2. gr. BR innheimtir ferða- og uppihaldskostnað í samræmi við reglur ferðakostnaðarnefndar fjármála- og efnahagsráðuneytisins. 3. gr. Slökkviliðsstjóra er heimilt að fella niður gjald vegna starfsemi ef verkefni telst þjóna almannahagsmunum og/eða fellur að markmiðum sem BR eru sett í samþykktum. II. KAFLI Lögbundin verkefni. 4. gr. Sé ákvæðum 2. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum beitt skal eigandi eða umráðamaður mannvirkis eða lóðar bera kostnað samkvæmt gjaldskrá af eftirliti með því að farið hafi verið að kröfum um úrbætur samkvæmt 3. mgr. 29. gr. sömu laga. Einnig er heimilt að taka gjald fyrir öryggis- og lokaúttektir samkvæmt 2. mgr. 12. gr. sömu laga. Fast tímagjald fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 10 000 ISK 5. gr. Öryggisvaktir á mannvirki. Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna öryggisvakta eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að öryggisvakt skuli sett á viðkomandi húseign. Á það jafnframt við um tilfallandi vaktir vegna tímabundinna viðburða þar sem fullum eldvörnum verður ekki við komið eða á meðan unnið er að úrbótum á þeim. Innheimt er að lágmarki 41 000 ISK fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 10 000 ISK fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 30. gr. laga um brunavarnir. 6. gr. Lokun mannvirkis. Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna lokunar mannvirkis eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að loka skuli viðkomandi mannvirki. Innheimtar eru 10 000 ISK fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 41 000 ISK, auk 10 000 ISK fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 32. gr. laga um brunavarnir. 7. gr. Dagsektir. Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til frá og með ákvörðun slökkviliðsstjóra um dagsektir og þar til kröfum um úrbætur á eldvörnum hefur verið fullnægt. Innheimtar eru 10 000 ISK fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir. 8. gr. Öryggis- og lokaúttektir. Innheimt er fyrir alla vinnu sem fellur til vegna öryggis- og lokaúttektar, að lágmarki 21 000 ISK Fyrir stærri úttektir skulu að auki innheimtar 10 000 ISK fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvo tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 12. gr. laga um brunavarnir. 9. gr. Eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar. Fyrir eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar skal tekið fast gjald, 10 000 ISK, fyrir hverja byrjaða klukkustund. Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 41 000 ISK, auk 10 000 ISK fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir. 10. gr. Eftirfylgni útkalla vegna brunaviðvörunarkerfa. Sé slökkvilið kallað út vegna boða frá sjálfvirku brunaviðvörunarkerfi án þess að eldur sé laus skal innheimt fyrir kostnaði af eftirliti með því að gerðar séu nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir endurtekin falsboð. Innheimt er fast gjald fyrir eina klukkustund, 10 000 ISK, fyrir eftirlitið. Leiði það hins vegar til frekara eftirlits, vegna ítrekaðra falsboðana eða alvarlegra ágalla á brunavörnum, fellur það undir eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar sbr. 9. gr. þessarar gjaldskrár og er þá innheimt samkvæmt því. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir. III. KAFLI Önnur verkefni og þjónusta. 11. gr. Slökkviliðið sinnir öðrum verkefnum sem eru ekki skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum. Þessi verkefni verða þó að falla að tilgangi slökkviliðsins sem er að vinna að velferð íbúa aðildarsveitarfélaga samkvæmt samþykktum BR, séu þau ekki falin öðrum til úrlausnar í lögum né framkvæmd í samkeppni við aðra aðila. Því ber að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Fast tímagjald samkvæmt 4. gr. fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 10 000 ISK fyrir lögbundin verkefni. Að teknu tilliti til samkeppnissjónarmiða, þjálfunar, virkjunartíma og þess að þjónustan er aðgengileg allan sólarhringinn, allt árið er fast tímagjald fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns innheimt með 35% álagi. Fast tímagjald fyrir vinnu sem ekki er skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum er því 14 000 ISK nema annað sé sérstaklega tekið fram. Þar sem um sérstakan viðbúnað er að ræða, sbr. 12.-14. gr., er að lágmarki innheimt fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir, eða 110 000 ISK 12. gr. Viðbúnaður vegna eldsvoða og mengunaróhappa. Í 2. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum kemur fram að lögin gilda um eldvarnir og slökkvistörf vegna eldsvoða og viðbúnað við mengunaróhöppum á landi nema kveðið sé á um annað í lögunum. Lögin gilda ennfremur um björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum með sérhæfðum björgunarbúnaði. Slökkvistörf og viðbúnaður við mengunaróhöppum á sjó og í lofti falla ekki undir lögin. Lögin ná því til starfsemi slökkviliða á landi, þ.m.t. slökkvistarfa í jarðgöngum, í skipum sem liggja í höfn og loftförum sem eru á jörðu niðri. Lögin taka ekki heldur til eldvarna í skipum með haffærisskírteini, loftförum, almennum vinnuvélum, bifreiðum eða öðrum vélknúnum ökutækjum. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna. Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal því að lágmarki 110 000 ISK, auk 14 000 ISK fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. 13. gr. Viðbúnaður vegna upphreinsunar. Upphreinsun sem fellur ekki undir skilgreiningu 3. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 á mengunaróhappi er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna. Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal því að lágmarki 110 000 ISK, auk 14 000 ISK fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. 14. gr. Viðbúnaður vegna verðmætabjörgunar og vatnsleka. Verðmætabjörgun sem ekki er tilgreind í brunavarnalögum, t.d. vegna vatnsleka, er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna. Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal því að lágmarki 110 000 ISK, auk 14 000 ISK fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. 15. gr. Ráðgjafarþjónusta. Falli ráðgjafarvinna undir ákvæði stjórnsýslulaga um upplýsinga- og leiðbeiningaskyldu skal sú vinna undanþegin gjaldi. Ef ráðgjafarvinnan er fyrir utan ákvæði d-liðar 1. mgr. 12. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum, um leiðbeiningar til fyrirtækja og stofnana eftir atvikum um hvaðeina er varðar brunavarnir og eldsvoða vegna viðkomandi starfsemi, er þjónustan gjaldskyld. Innheimtar eru 14 000 ISK fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. 16. gr. Tækjaleiga. Tækjaleiga er ekki fyrirskrifuð í lögum um brunavarnir. Þó er eðlilegt að leigja tæki sem eru þess eðlis að ekki er hægt að leigja þau hjá öðrum aðilum eða ef aðstæður kalla á skjóta notkun sem aðrir aðilar geta ekki boðið. Verðlagning er ákveðin þannig að hún sé ávallt í það minnsta 35% hærri en leiga á svipuðum eða sambærilegum tækjum sem aðrir geta útvegað til að tryggja samkeppnissjónarmið. Oftast er um að ræða dælu- eða körfubíla, t.d. vegna kvikmyndagerðar eða einhverrar uppákomu sem kallar á slíkan búnað. Verðlagningu á tækjum skal endurskoða við hverja breytingu á gjaldskrá þessari. Tæki BR skulu aðeins notuð af starfsmönnum slökkviliðsins. Innheimt er að lágmarki 41 000 ISK fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 10 000 ISK fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma, auk tækjaleigu. 17. gr. Fylgd vegna sprengiefnaflutninga. Sprengiefnafylgd er ekki áskilin í lögum um brunavarnir heldur er kveðið á um slíka fylgd í reglugerð um flutning á hættulegum farmi á landi, þar sem lögreglustjóri gefur ekki heimild til flutnings nema í fylgd slökkviliðs. Innheimt er að lágmarki 41 000 ISK fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 10 000 ISK fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma. 18. gr. Annað. Innheimt skal gjald fyrir aðra vinnu sem ekki er tilgreind hér og ekki er mælt fyrir um í lögum eða er í samræmi við samþykktir BR. Innheimt er fyrir tæki samkvæmt 16. gr. og að lágmarki 41 000 ISK fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 10 000 ISK fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma. Getur þetta átt við um þjónustu vegna sérstakra verkefna eins og kvikmyndatöku, móttöku erlendra þjóðhöfðingja eða sendimanna, menningarviðburða o.fl. þess háttar. IV. KAFLI Innheimta. 19. gr. BR annast innheimtu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari eða innheimtufyrirtæki sem verkefnið er falið samkvæmt samningi þar að lútandi. Um innheimtu gjalda skal fara eftir viðteknum venjum í innheimtu opinberra stofnana. Gjalddagi gjalda samkvæmt gjaldskránni er útgáfudagur reiknings og eindagi er 30 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga. Gjöldum sem til eru komin vegna öryggis- og lokaúttekta, sem og aðgerða til að knýja fram úrbætur samkvæmt lögum, sbr. 5. gr. t.o.m. 10. gr., fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð, sbr. 3. mgr. 12. gr. og 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum. V. KAFLI Gildistaka og lagastoð. 20. gr. Gjaldskrá þessi, sem sett er með heimild í lögum nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, er samin og samþykkt af aðildarsveitarfélögum BR, með heimild í 1. mgr. 92. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með síðari breytingum. Gjaldskráin er einnig samþykkt af stjórn BR. Gjaldskráin öðlast þegar gildi. F.h. stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs., 19. nóvember 2014, Ágúst Ingi Ólafsson formaður. |
B deild - Útgáfud.: 9. janúar 2015 |