Umsóknareyðublöð fyrir skipulags- og byggingarfulltrúaembættið

Allar byggingarleyfisskyldar umsóknir fara í gegnum byggingargáttina.

Skipulagsmál - umsóknir

Byggingarmál 

Allar byggingarleyfisskyldar umsóknir fara í gegnum byggingargáttina.

Yfirlýsing meistara

Landskipti

Landskipti fara í gegnum heimasíðu Rangárþings eystra en merkjalýsendur skila gögnum í gegnum Landeignarskrár HMS.

Landskipti og afmörkun landeigna skulu unnin af  löggiltum merkjalýsenda skv. lögum um skráningu merki og mat fasteigna nr. 6/2021 og reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024. Listi yfir löggilda merkjalýsendur er að finna á heimasíðu HMS.

Heimildir finnast meðal annars hjá Sýslumanni, skjalasöfnum og Landamerkjabókum. Sveitafélagið bendir einnig á nytsamlegar upplýsingar á kortasjá Rangárþings eystra.

Landskipti skulu vera samkvæmt. aðal- og deiliskipulagi. Lóðir eru stofnaðar eftir að deiliskipulag tekur gildi.

Sveitarfélagið hvetur landeigendur til að hefja samráð aðliggjandi landeigenda við upphaf landskipta og gerð merkjalýsingar. Landeigendur skulu koma fyrir og viðhalda glöggum merkjum fasteigna.

Eftir að sveitarstjórn og starfsmenn sveitarfélagsins hafa yfirfarið og staðfest merkjalýsinguna, tekur við yfirferð hjá landskiptadeild HMS og að lokum staðfesting hjá Sýlsumanni.

Vatnsveita

Umboð

Starfs- og rekstrarleyfi

Sækja þarf um starfs- og rekstrarleyfi hjá sýslumanni og HSL

Annað