- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Rangárþing eystra hvetur alla sína birgja að senda reikninga með rafrænum hætti. Reikningar skulu ekki sendir á pappír samhliða rafrænum reikningum.
Tekið er við reikningum á eftirfarandi kennitölur:
Rangárþing eystra kt. 4706022440
Kirkjuhvoll kt. 6309850569
Mörg bókhaldskerfi bjóða notendum að senda reikninga beint út úr bókhaldskerfi með skeytamiðlun til móttakanda reiknings. Þjónustuaðilar fjárhagskerfa og skeytamiðlarar veita ráðgjöf um miðlun rafrænna reikninga.
Rangárþing eystra er með samning við InExchange ehf. um skeytamiðlun.
Ef sendandi reiknings nýtir sér ekki þjónustu skeytamiðlara í gegnum bókhaldskerfi sitt er boðið uppá að senda reikninga viðkomandi að kostnaðarlausu í gegnum móttökuvef InExchange ehf.
Reikninga þarf að stíla á kennitölu viðkomandi auk þess sem kostnaðarstaður/deild skal koma fram á reikningi með skýrum hætti.
Fram skal koma á reikningi sundurliðun á vöru og/eða þjónustu, magn, eining og einingarverð ásamt öðrum lögbundnum upplýsingum á reikningi. Sé um að ræða reikning vegna samningsbundins verkefnis ber sendanda reiknings að sundurliða reikning með þeim hætti að unnt sé að aðgreina unnar vinnustundir frá efni.
Óskað er eftir að viðbótar upplýsingar, s.s. beiðnir, tíma- og verkskýrslur og önnur mikilvæg gögn séu send sem viðhengi á pdf formi með rafrænum reikningum.
Ef einhverjar spurningar vakna þá skal senda fyrirspurn á reikningar@hvolsvollur.is.